Það var mikil hátíðarstemning síðastliðinn fimmtudag þegar HAF-hjónin, þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, buðu í aðventupartí í verslun sinni HAF Store.
Það var jólalegt í búðinni þar sem kerti voru tendruð, enda er HAF Store þekkt fyrir að vera með sérlega falleg kerti og kertastjaka. Baunir og Ber rifu svo upp stemninguna og buðu upp á rjúkandi heitt kaffi ásamt kynningu á nýrri espresso kaffivél frá Stone sem gleður sannarlega augað.
Þá var einnig boðið upp á svalandi náttúruvín frá Somm.is á meðan Angan Skincare kynnti nýjungar úr vörulínu sinni. Danni Deluxe sá svo um að halda stuðinu uppi á meðan gestir nutu þess að fagna saman, enda langt síðan HAF-hjónin héldu síðast partí í búðinni.