Rúrik, Grétar Rafn og Guðni Bergs með stjórstjörnum í Lundúnum

Rúrík Gíslason, Grétar Rafn Steinsson og Guðni Bergsson.
Rúrík Gíslason, Grétar Rafn Steinsson og Guðni Bergsson.

Það var hátíðleg stemning við Regent Street í Lundúnum þegar íslenska útivistarmerkið 66°Norður fagnaði opnun á flaggskipsverslun sinni við þessa þekktu verslunargötu. Um 450 manns lögðu leið sína í teitið en þar á meðal voru fjölmörg þekkt andlit, bæði á íslenska vísu og á heimsvísu. 

Knattspyrnumaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason lét sig ekki vanta og heldur ekki fótboltamaðurinn Grétar Rafn Steinsson. Þar voru líka Guðni Bergsson, Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í Lundúnum, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Bioeffect og Lilja Dögg Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. 

Börn Liams Gallaghers úr hljómsveitinni Oasis létu sig ekki vanta en þau heita Lennon, Molly og Gene. Þar var líka Susan Bender frá tískutímaritinu Vogue og útivistarljósmyndarinn Chris Burkard. Knattspyrnumaðurinn Nat Phillips var þá á svæðinu og prinsessan Beatrice. 

Arkitektastofan Gonzalez Haase hannaði verslunina sem er 330 fm að stærð. Stofan sótti innblástur í íslenska náttúru en þar má sjá rauðbleikt teppi sem er vísun í Rauðhóla en þar er líka að finna íslenska útilykt sem 66°Norður og Fischersund hönnuðu saman. Búið er að tappa íslensku útilyktinni á flöskur og því hægt að úða henni þegar stórborgarlykt Lundúnaborgar verður of mikil. 

66°Norður opnaði sína fyrstu verslun í Kaupmannahöfn árið 2014 og rekur fyrirtækið nú tvær verslanir í borginni. Fyrr í haust opnaði fyrirtækið pop-up-verslun í Soho sem var opin í 66 daga á meðan undirbúningur var í fullum gangi í húsnæðinu á Regent Street. Þá hóf 66°Norður einnig sölu á fatnaði sínum í verslunum END Clothing í Bretlandi í síðustu viku.

„Við erum virkilega stolt af þessari verslun og að geta miðlað vörumerkinu og sögu þess með einstökum hætti þegar kemur að búðarupplifun til nýrra viðskiptavina hér í Bretlandi. London er stærsta sviðið í smásölu á fatnaði og þetta er stórt skref fyrir fyrirtækið og mikil fjárfesting. Við vorum búin að rannsaka markaðinn vel og sjáum bæði á þeim niðurstöðum og vefverslun okkar að Bretar eru mjög móttækilegir fyrir vörumerkinu. Fyrsti dagurinn fer mjög vel af stað í sölu og erum við mjög spennt fyrir komandi vikum í jólaversluninni í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.

Börn Liam Gallagher létu sig ekki vanta í teitið. Þau …
Börn Liam Gallagher létu sig ekki vanta í teitið. Þau heita Gene, Molly og Lennon og eru hér öll í 66°Norður fötum.
Susan Bender lét sig ekki vanta. Hún starfar hjá tískutímaritinu …
Susan Bender lét sig ekki vanta. Hún starfar hjá tískutímaritinu Vogue.
Helgi Rúnar Óskarsson, Nat Phillips og Molly Gallagher.
Helgi Rúnar Óskarsson, Nat Phillips og Molly Gallagher.
Peter Saville og Kei Toyoshima létu sig ekki vanta. Hér …
Peter Saville og Kei Toyoshima létu sig ekki vanta. Hér eru þeir með vinkonu sinni. Þess má geta að Toyoshima er listrænn stjórnandi 66°Norður og hönnuður hjá Louis Vuiotton.
Nat Phillips og Molly Gallagher.
Nat Phillips og Molly Gallagher.
Chris Burkard og Rúrík Gíslason.
Chris Burkard og Rúrík Gíslason.
Kara Marni.
Kara Marni.
Tigerlilly Taylor og Mkulu.
Tigerlilly Taylor og Mkulu.
Liv Bergþórsdóttir og Hrefna Bachmann.
Liv Bergþórsdóttir og Hrefna Bachmann.
Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í Lundúnum og Helgi Rúnar Óskarsson.
Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í Lundúnum og Helgi Rúnar Óskarsson.
Plötusnúðurinn Jordass.
Plötusnúðurinn Jordass.
Helgi Rúnar Óskarsson og Peter Saville.
Helgi Rúnar Óskarsson og Peter Saville.
Lilja Björk Einarsdóttir og Brynjar Ágúst.
Lilja Björk Einarsdóttir og Brynjar Ágúst.
Vala Melsted og Sæunn Þórðardóttir eru hönnuðir 66°Norður.
Vala Melsted og Sæunn Þórðardóttir eru hönnuðir 66°Norður.
Kevin og Karl.
Kevin og Karl.
Arthur Heilbronn, Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir.
Arthur Heilbronn, Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir.
Aldís og Aldís Eik.
Aldís og Aldís Eik.
Bergur,, Grétar Rafn Steinsson og Helgi Rúnar Óskarsson.
Bergur,, Grétar Rafn Steinsson og Helgi Rúnar Óskarsson.
Atli Björn, Lárus Welding, Helgi Rúnar Óskarsson og Árni Þór.
Atli Björn, Lárus Welding, Helgi Rúnar Óskarsson og Árni Þór.
Jordan.
Jordan.
Henri sá um að það væri almennileg stuðtónlist.
Henri sá um að það væri almennileg stuðtónlist.
Gene Gallagher.
Gene Gallagher.
Pálmar Harðarson, Óli Vilhjálmsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Leó Árnason, Bjarney Harðardóttir …
Pálmar Harðarson, Óli Vilhjálmsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Leó Árnason, Bjarney Harðardóttir og Hrefna Bachmann.
Ármann Þorvaldsson og Pétur Óskarsson.
Ármann Þorvaldsson og Pétur Óskarsson.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda