Andri Freyr og Guðni sáu um að engum leiddist á jólakvöldi á Uppi bar sem haldið var á dögunum. Þeir spiluðu gömul klassísk jólalög af vínylplötum sem vakti sérlega mikla kátínu. Á aðventunni er boðið upp á sérstakan kokkteilaseðil þar sem Grand Marnier leikur stórt hlutverk.
Uppi bar ætlar að halda litlu jólin alla fimmtudaga með vinsælum plötusnúðum og má þess geta að 8. desember mun plötusnúðurinn Karitas úr Reykjavíkurdætrum spila. Viku síðar mun plötusnúðurinn De La Rosa skemmta gestum og svo verður hátíð í bæ 22. desember þegar Berndsen mætir.