Pálmi Kormákur og Koki geisluðu

Pálmi Kormákur Baltasarsson og Kōki.
Pálmi Kormákur Baltasarsson og Kōki. mbl.is/Árni Sæberg

Pálmi Kormákur Baltasarsson og mótleikkona hans, hin japanska Koki, voru í stuði í veislu í japanska sendiráðinu á dögunum. Japanski sendiherrann, Ryotaro Suzuki, bauð í mat og drykk í tilefni nýjustu kvikmyndar Baltasars Kormáks sem byggð er á bókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 

Koki, réttu nafni Mitsuki Kimura, leikur Miko, stúlkuna sem er aðalpersóna myndarinnar. Sögumaður bókarinnar, Kristófer, verður ástfanginn af henni sem ungur maður í London þegar hann ræður sig til vinnu á japönskum veitingastað. Hinn unga Kristófer leikur sonur Baltasars, Pálmi Kormákur, en Kristófer á áttræðisaldri leikur Egill Ólafsson.

Koki er stórstjarna í Japan en hún er fædd árið 2003 og hóf ferilinn sem fyrirsæta og söngkona og hefur nú snúið sér að leiklistinni. Rétt eins og Pálmi Kormákur á hún ekki langt að sækja hæfileikana en faðir Koki er leikarinn Takuya Kimura sem er einnig frægur leikari. 

Veisla í sendiherrabústað Japans
Veisla í sendiherrabústað Japans mbl.is/Árni Sæberg
Sunneva Ása Weisshappel, Baltasar Kormákur og Jakob Frímann Magnússon.
Sunneva Ása Weisshappel, Baltasar Kormákur og Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg
Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson.
Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg
Högni Egilsson og Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi.
Högni Egilsson og Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ryotaro Suzuki.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ryotaro Suzuki. mbl.is/Árni Sæberg
Baltasar Kormákur hélt ræðu sem fékk góðar undirtektir.
Baltasar Kormákur hélt ræðu sem fékk góðar undirtektir. mbl.is/Árni Sæberg
Veisla í sendiherrabústað Japans
Veisla í sendiherrabústað Japans mbl.is/Árni Sæberg
Baltasar Kormákur, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ryotaro Suzuki.
Baltasar Kormákur, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ryotaro Suzuki. mbl.is/Árni Sæberg
Jakob Frímann hélt auðvitað ræðu.
Jakob Frímann hélt auðvitað ræðu. mbl.is/Árni Sæberg
Glatt var á hjalla í veislunni.
Glatt var á hjalla í veislunni. mbl.is/Árni Sæberg
Vel fór á með gestum.
Vel fór á með gestum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál