Þorrablót Stjörnunnar var haldið hátíðlegt í gærkvöldi í TM-höllinni í Garðabæ. Boðið var upp á alvöru þorramat og svo komu landsþekktir skemmtikraftar og skemmtu gestum. Ein skærasta poppstjarna Íslands, sjálfur Páll Óskar, skemmti gestum en það gerði líka Birgitta Haukdal og hljómsveitin Bandmenn. Auk þess skemmti Maggi diskó og feðgarnir Hrafnkell Pálmarsson og Pálmar Hrafnkelsson.