Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hélt upp á 50 ára afmæli sitt með glæsibrag. Hann varð reyndar ekki 50 ára nú í janúar heldur 2. janúar fyrir þremur árum en það er víst aldrei of seint að fagna þeim áfanga að verða formlega miðaldra.
Börkur hefur ekki haldið upp á afmæli sitt í 15 ár og fannst kjörið að gera það núna. Sérfræðingar segja að Börkur sé einn af heitustu piparsveinum Íslands eftir að upp úr sambandi hans og Lindu Blöndal slitnaði.