Mosfellingar blótuðu þorrann á þorrablóti Afureldingar í íþróttahúsinu að Varmá á laugardagskvöld. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur, stýrði veisluhöldum með glæsibrag.
Made in sveitin lék fyrir dansi ásamt Hreimi, Siggu Beinteins, Gunna Óla og Ernu Hrönn. Þakið ætlaði svo að rifna af höllinni þegar í ljós kom að Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, var leynigestur kvöldsins.
Ljósmyndari Mosfellings, Raggi Óla, smelli myndum af gestum þegar þeir komu á blótið.