Guðmundur og Helga létu sig ekki vanta

Guðmundur Kristjánsson og Helga I. Stefánsdóttir.
Guðmundur Kristjánsson og Helga I. Stefánsdóttir. Ljósmynd/Anton Brink

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og Helga I. Stefánsdóttir búningahönnuður létu sig ekki vanta á frumsýningu Soviet Barbara sem er saga um Ragnar Kjartansson listamann sem fór til Moskvu og setti þar upp sýningu. Gaukur Úlfarsson leikstýrir myndinni og Hákon Sverrisson stjórnaði kvikmyndatöku. Davíð Berndsen sá um tónlistina og Elísabet Ronaldsdóttir og Sigurður Kristinn Ómarsson klipptu. 

En um hvað fjallar þessi mynd? 

Jú, um listamanninn Ragnar Kjartansson sem fór til Moskvu í lok árs 2020 til þess að setja upp sýningu í menningarmiðstöð í miðborginni. Miðstöðin, GES-2, var áður orkuver sem knúði Kreml, sjálft valdasetur þessa víðfeðmasta ríkis heims. 

Stærsta listaverk Ragnars á sýningunni var lifandi skúlptúr þar sem hópur 70 listamanna, leikara og tæknifólks, lék, tók upp og framleiddi einn þátt á dag af bandarísku sápuóperunni Santa Barbara á rússnesku. Í Soviet Barbara er fylgst með aðdraganda, opnun og eftirmála þessa sérstæða ævintýris sem hlaut skjótan endi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. 

Soviet Barbara var frumsýnd á heimildarmyndahátíðinni HotDocs í Toronto fyrr á árinu og hlaut í kjölfarið dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði. Næst heldur myndin svo á Nordisk Panorama eftir frumsýningu í Bíó Paradís sem fram fór í gær. Gaukur Úlfarsson, Guðrún Olsen, Guðni Tómasson, Freyr Árnason og Kristín Ólafsdóttir framleiddu myndina. 

Davíð Berndsen, Guðni Tómasson, Gaukur Úlfarsson, Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Kjartansson …
Davíð Berndsen, Guðni Tómasson, Gaukur Úlfarsson, Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Kjartansson og Guðrún Olsen. Ljósmynd/Anton Brink
Anna Sigríður Arnardóttir og Nína Dögg Filippusdóttir.
Anna Sigríður Arnardóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Ljósmynd/Anton Brink
Stefán Eiríksson og Ragnar Kjartansson.
Stefán Eiríksson og Ragnar Kjartansson. Ljósmynd/Anton Brink
Katrín Rut Bessadóttir og Helgi Seljan.
Katrín Rut Bessadóttir og Helgi Seljan. Ljósmynd/Anton Brink
Gaukur Úlfarsson, Dóri DNA og Langi Seli.
Gaukur Úlfarsson, Dóri DNA og Langi Seli. Ljósmynd/Anton Brink
Benedikt Freyr Jónsson og Davíð Berndsen.
Benedikt Freyr Jónsson og Davíð Berndsen. Ljósmynd/Anton Brink
Hiroko Ara og Gunnar Hansson.
Hiroko Ara og Gunnar Hansson. Ljósmynd/Anton Brink
Sunneva, Hrund og Guðrún.
Sunneva, Hrund og Guðrún. Ljósmynd/Anton Brink
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Curver og Ragnar Kjartansson.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Curver og Ragnar Kjartansson. Ljósmynd/Anton Brink
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál