Sæmi Rokk lét sig ekki vanta í 30 ára afmælið

Þar sem er dansað þar er gaman.
Þar sem er dansað þar er gaman. Samsett mynd

Á dögunum fagnaði Dans & jóga Hjartastöðin 30 ára afmæli. Það var slegið upp veislu í tilefni stórafmælisins og margir af mestu stuðboltum landsins mættu til að skemmta sér og öðrum.  Rokkkóngurinn Sæmi Rokk lét sig ekki vanta, tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hélt uppi stuðinu og leikarinn Jóhann G. Jóhannson var veislustjóri í afmælinu. 

Danskennarinn Jóhann Örn Ólafsson, betur þekktur sem Jói, stofnaði dansskólann Danssmiðjuna haustið 1993. Jóhann bauð upp á danskennslu í samkvæmisdönsum fyrir börn og fullorðna og nokkrum árum seinna bættist línudans við. Samhliða kennslunni voru settar upp ótal danssýningar um land allt og keppnisdansarar á vegum skólans unnu til fjölda verðlauna. Um aldamótin kom Theódóra Sæmundsdóttir inn í starfið og kenndi dans með Jóa en árið 2009 gerðist Thea, eins og Theódóra er kölluð, jógakennari og nafni Danssmiðjunnar var breytt í Dans & Jóga. Hjartastöðin varð viðbót við nafnið til að leggja áherslu á að allt er gert með hjartanu, hjartastöð nemenda og þátttakenda er styrkt með hreyfingunni og allir eru hjartanlega velkomnir.

Linda, Hekla og Hildur.
Linda, Hekla og Hildur. Ljósmynd/Aðsend
Jói, Jón Jónsson og Thea.
Jói, Jón Jónsson og Thea. Ljósmynd/Aðsend
Soffía Ísabella, Ragnar, Thea og Sæmi Rokk.
Soffía Ísabella, Ragnar, Thea og Sæmi Rokk. Ljósmynd/Aðsend
Jón Jónsson söng og allir dönsuðu með.
Jón Jónsson söng og allir dönsuðu með. Ljósmynd/Aðsend
Hjónin Thedóra og Jóhann, eða Thea og Jói, eru eigendur …
Hjónin Thedóra og Jóhann, eða Thea og Jói, eru eigendur Dans og jóga. Ljósmynd/Aðsend
Hildur Rut og Bryndís Ýr,
Hildur Rut og Bryndís Ýr, Ljósmynd/Aðsend
Ólöf, Arna Sif, Kolfinna og Ólöf S.
Ólöf, Arna Sif, Kolfinna og Ólöf S. Ljósmynd/Aðsend
Jóhann G. Jóhannsson veislustjóri.
Jóhann G. Jóhannsson veislustjóri. Ljósmynd/Aðsend
Júlli Bess og Halldóra.
Júlli Bess og Halldóra. Ljósmynd/Aðsend
Sif, Thea og Þórhildur.
Sif, Thea og Þórhildur. Ljósmynd/Aðsend
Lilja Rún og Jói dansa foxtrot.
Lilja Rún og Jói dansa foxtrot. Ljósmynd/Aðsend
Mikið fjör var í afmælinu.
Mikið fjör var í afmælinu. Ljósmynd/Aðsend
Afmæliszúmba.
Afmæliszúmba. Ljósmynd/Aðsend
Afmælisjógatími.
Afmælisjógatími. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál