Tískuelítan fór á djammið um helgina

Tískuelíta Íslands fjölmennti í tískuteiti Gina Tricot sem haldið var á skemmtistaðnum Auto um helgina. Lögfræðineminn og áhrifavaldurinn Helga Margrét Agnarsdóttir hélt uppi stuðinu ásamt plötusnúðnum Gandra. Kvöldið náði hámarki þegar Patrik Snær Atlason, Prettyboitjokko, og ClubDub mættu og trylltu gestina. 

Í teitinu var að finna lukkuhjól, sem sumir gætu kallað hjól atvinnulífsins, þar sem gestir gátu snúið skífunni og unnið gjafabréf. 

Eins og sjá má leiddist ekki nokkrum lifandi manni! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál