Tískuelíta Íslands fjölmennti í tískuteiti Gina Tricot sem haldið var á skemmtistaðnum Auto um helgina. Lögfræðineminn og áhrifavaldurinn Helga Margrét Agnarsdóttir hélt uppi stuðinu ásamt plötusnúðnum Gandra. Kvöldið náði hámarki þegar Patrik Snær Atlason, Prettyboitjokko, og ClubDub mættu og trylltu gestina.
Í teitinu var að finna lukkuhjól, sem sumir gætu kallað hjól atvinnulífsins, þar sem gestir gátu snúið skífunni og unnið gjafabréf.
Eins og sjá má leiddist ekki nokkrum lifandi manni!