Rapparinn Daniil tryllti lýðinn í Grósku

Mikil stemning var í fyrstu vísindaferð Gulleggsins 2024.
Mikil stemning var í fyrstu vísindaferð Gulleggsins 2024. Samsett mynd

Frumkvöðlar og sprotar framtíðarinnar komu saman í Grósku hugmyndahúsi á kynningu Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, á dögunum. Kynningin fór fram í göngugötu hússins þar sem tónlistarmaðurinn og rapparinn Daniil, sem var valinn nýliði ársins 2023 á Hlustendaverðlaununum, tryllti lýðinn.

800 áhugasamir háskólanemendur flykktust í Grósku til að kynna sér Gulleggið og starfsemi helstu bakhjarla þess, en íburðarmiklir básar fylltu göngugötuna. KLAK – Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu þessa stærstu vísindaferð hér á landi til að kynna Gulleggið 2024. Það var framkvæmdastjóri KLAK, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, sem setti viðburðinn í ár og það fyrir fullum hátíðarsal Grósku.

Áslaug Arna með hvetjandi orðræðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem oft hefur verið kölluð „ráðherra Gulleggsins“, steig á svið með hvetjandi orðræðu um nýsköpun og Gulleggið, en Magnús Daði Eyjólfsson, verkefnastjóri Gulleggsins, kynnti hana á svið eftir að hafa farið yfir helstu lykilatriði hvað varðar þátttöku.

Háskólanemendur fengu einnig að heyra frá Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Gróðurhússins, en hann flutti erindi um sprotaumhverfið og Magnúsi Má Þorgeirssyni, teymisleiðtoga hugbúnaðar í vefdeild Landsbankans, sem sagði nemendum frá atvinnutækifærum og nýsköpun innan bankans. Landsbankinn hefur tekið þátt í frumkvöðlaverkefninu frá upphafi og veitir aðalverðlaunin.

Meðal annarra bakhjarla sem voru með kynningarbása í göngugötu Grósku voru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Össur, Origo, KPMG, Crowberry Capital, Marel, Hugverkastofa og Coca Cola Europacific Partners á Íslandi.

Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Magnússon eru meðlimir í …
Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Magnússon eru meðlimir í Nýsköpunarnefnd Háskóla Íslands. Vidir Bjornsson
Háskólanemandi sem kynnti sér bása í vísindaferðinni.
Háskólanemandi sem kynnti sér bása í vísindaferðinni. Vidir Bjornsson
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Gróðurhússins, sprotaseturs Grósku.
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Gróðurhússins, sprotaseturs Grósku. Vidir Bjornsson
Fulltrúar Landsbankans.
Fulltrúar Landsbankans. Vidir Bjornsson
Kynningarbásar í göngugötu.
Kynningarbásar í göngugötu. Vidir Bjornsson
Háskólanemendur í góðum gír.
Háskólanemendur í góðum gír. Vidir Bjornsson
Tónlistarmaðurinn Daniil hélt uppi stuðinu.
Tónlistarmaðurinn Daniil hélt uppi stuðinu. Vidir Bjornsson
Magnús Daði Eyjólfsson, verkefnastjóri Gulleggsins.
Magnús Daði Eyjólfsson, verkefnastjóri Gulleggsins. Vidir Bjornsson
Spenntir háskólanemendur skoða sig um.
Spenntir háskólanemendur skoða sig um. Vidir Bjornsson
Alltaf gott að grípa í candy floss.
Alltaf gott að grípa í candy floss. Vidir Bjornsson
Áhugasamar stúlkur ræða málin.
Áhugasamar stúlkur ræða málin. Vidir Bjornsson
Markús Már Þorgeirsson, teymisleiðtogi hugbúnaðar í vefdeild Landsbankans.
Markús Már Þorgeirsson, teymisleiðtogi hugbúnaðar í vefdeild Landsbankans. Vidir Bjornsson
Háskólanemandi tók lagið á sviði Gulleggsins í visindaferð.
Háskólanemandi tók lagið á sviði Gulleggsins í visindaferð. Vidir Bjornsson
Mikil stemning.
Mikil stemning. Vidir Bjornsson
KLAK - Icelandic Startups teymið.
KLAK - Icelandic Startups teymið. Vidir Bjornsson
Freyr Friðfinnsson, alþjóðafulltrúi KLAK og Sunna Halla Einarsdóttir fjármála- og …
Freyr Friðfinnsson, alþjóðafulltrúi KLAK og Sunna Halla Einarsdóttir fjármála- og gæðastjóri KLAK. Vidir Bjornsson
Félagar í góðum gír.
Félagar í góðum gír. Vidir Bjornsson
Gulleggið á góðum stað í Grósku.
Gulleggið á góðum stað í Grósku. Vidir Bjornsson
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups. Vidir Bjornsson
Fulltrúar Origo.
Fulltrúar Origo. Vidir Bjornsson
Þythokkí klikkar seint.
Þythokkí klikkar seint. Vidir Bjornsson
Háskólanemandi í hrekkjavökugír.
Háskólanemandi í hrekkjavökugír. Vidir Bjornsson
Fulltrúar Össurar.
Fulltrúar Össurar. Vidir Bjornsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda