Verslunin Ástund fagnar 47 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni var slegið upp afmælisveislu í húsi verslunarinnar í Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavíkur. Ekki var hægt að fagna 45 ára afmæli Ástundar vegna kórónuveirufaraldursins og því var ákveðið að skála fyrir 47. rekstrarári fjölskyldufyrirtækisins.
Vinir og viðskiptavinir verslunarinnar fjölmenntu til að fagna afmælisdeginum með fjölskyldunni, en það var hinn ferfætti Hylur sem vakti einna mesta athygli. Hestaáhuginn er Ástund-fjölskyldunni í blóð borinn og hefur hún staðið í hestarækt um árabil.
Ástund var stofnuð árið 1976 og var upphaflega ritfanga og bókabúð sem seldi hestavörur, veiðivörur og leikföng. Síðan tók fyrirtækið beygju og tók upp fimleika, dans og ballettvörur en gaf bóksöluna upp á bátinn. Á tíunda áratugnum átti Ástund svo í samstarfi við Fram og Val og fleiri félög og sá þeim fyrir íþróttavörum. Síðar varð fyrirtækið Manchester United-verslun og seldi vörur merktar félaginu. Í dag eru hestavörurnar mest áberandi.