Íslensku hugviti fagnað í Kaupmannahöfn“

Mia Heil, Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar …
Mia Heil, Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Kika Krista Kjærside. Ljósmynd/Hildur María

Það var góð stemning í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn þegar sýningarnar Pítsastund, Hæ/Hi og Snúningur opnuðu en þær eru hluti af dönsku hönnunarhátíðinni 3daysofdesign sem nú stendur yfir borginni. 

Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn ávarpaði gesti við opnun sýningarinnar og það gerði líka Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 

Í anddyri sendiráðsins er þriðja sýning Hæ/Hi: Designing Friendship- hópsins sem er samvinnuverkefni hönnuða og hönnunarteyma frá Íslandi og Seattle. Að þessu sinni taka þau fyrir þá hluti og athafnir sem tengjast heimkomu og brottför, móttöku og kveðjustund undir yfirskriftinni Welcome. Sýningin var fyrst sýnd á HönnunarMars 2024. 

Amanda Ringstad, Fin, fruitsuper, Gabriel Stromberg, Hann Elias, Studio Hanna Dis Whitehead, Hugdetta, John Hogan, Jón Helgi Hólmgeirsson, Seisei Studio, Sidona Bradley, Theodóra Alfreðsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Weird Pickle og Seisei Studio eru öll með verk á sýningunni. 

Fyrir utan sendiráðið eru svo Flétta, Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir og Ýrúrarí, Ýr Jóhannsdóttir búnar að koma upp pítsastað þar sem boðið er upp á verðlaunapítsur úr afgangsull á sýningunni Pítsastund. 

Verkefnið, sem var valið verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands í fyrra, varpar með aðferðum hönnunar ljósi á nýtingu afgangsafurða og verðmæti þeirra með skemmtilegum hætti. Hönnuðir þæfa ullarpítsur úr afgöngum frá íslenskum ullariðnaði og selja viðskiptavinum eins og um venjulegar pítsur væri að ræða. Sviðsmynd verksins er byggð í kringum nálaþæfingarvél í hlutverki pítsuofns og leikgleðin er allsráðandi. Röð myndaðist í pítsurnar og ljós að Danir eru sólgnir í íslenskar ullarpítsur, líkt og Íslendingar. 

Einnig er til sýnis verkefnið Snúningur eftir Fléttu í samstarfi við Icelandair þar sem hönnuðirnir nýta ríkan heim efniviðar úr einkennisfatnaði flugfélagsins sem hefur nú lokið hlutverki sínu. Þetta er allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum til klúta og kraga, og taka skapandi snúning á spurningunni. Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? 

Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Eyjólfur Pálsson og María Kjarval ásamt vini.
Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Eyjólfur Pálsson og María Kjarval ásamt vini. Ljósmynd/Hildur María
Amanda Ringstad ásamt vinkonu.
Amanda Ringstad ásamt vinkonu. Ljósmynd/Hildur María
Mæðgurnar Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars og Viktoría Þóra Jónsdóttir hákskólanemi …
Mæðgurnar Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars og Viktoría Þóra Jónsdóttir hákskólanemi í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Hildur María
Anthony og Emil Ásgríms.
Anthony og Emil Ásgríms. Ljósmynd/Hildur María
Árni Þór Sigurðsson, Stefanía og Kristín.
Árni Þór Sigurðsson, Stefanía og Kristín. Ljósmynd/Hildur María
Jón Helgi, Sallyann og Jo Rogan.
Jón Helgi, Sallyann og Jo Rogan. Ljósmynd/Hildur María
Jón Helgi Hólmgeirsson.
Jón Helgi Hólmgeirsson. Ljósmynd/Hildur María
Gamall einkennisbúningur frá Icelandair í formi handtösku.
Gamall einkennisbúningur frá Icelandair í formi handtösku. Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Má bjóða þér ullarpítsu?
Má bjóða þér ullarpítsu? Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Antony.
Antony. Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Rakel og Freydís.
Rakel og Freydís. Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
Ljósmynd/Hildur María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál