Jón Gunnar er feginn að hafa haldið upp á 50 ára afmælið

Jón Gunnar Geirdal, Fjóla Katrín Steinsdóttir, María Geirdal, Óðinn Geirdal, …
Jón Gunnar Geirdal, Fjóla Katrín Steinsdóttir, María Geirdal, Óðinn Geirdal, Jökull Ægir Geirdal og Matthías Maron Geirdal.

Jón Gunnar Geirdal hélt upp á þann áfanga um nýliðna helgi að vera orðinn 50 ára. Veislan hófst á barnum Gilligogg sem er við Austurstræti og svo færðist afmælið upp á Vinnustofu Kjarval þar sem boðið var upp á ljúffengan mat og drykki. 

Hvernig tilfinning er það að verða 50 ára?

„Hún er æðisleg. Við sem vitum erum þakklát hverju árinu sem við fáum að fagna enda ekki sjálfsagt og þakklæti mér því langefst í huga,“ segir Jón Gunnar. 

Aðspurður að því hvort hann hafi verið í vafa um það hvernig hann ætti að fagna þessum tímamótum játar hann það. 

„Ég var satt að segja í pínu vafa hvort ég ætti að hoppa upp í flugvél með fjölskyldunni og stinga af eða blása í veislu lúðrana. En verandi mikill stemningsmaður þá var held ég óhjákvæmilegt að úr varð veisla og er ég mjög feginn að hafa fylgt þeirri áætlun eftir með þessu ótrúlega fagfólki sem skipulagði hana með mér,“ segir hann. 

Ertu afmælisbarn í hjartanu? 

„Já ég er mikið afmælisbarn, hef alltaf verið og hefur það bara aukist með hverju árinu.“

Þegar þú horfir yfir farinn veg, hvað stendur upp úr?

„Það er ansi margt og mikið en það toppar ekkert það að verða faðir og einstöku börnin mín fjögur eru leiðarljós lífs míns og standa því upp úr öllu því sem ég hef fengið að upplifa, læra og lifa í gegnum síðastliðin fimmtíu ár.“

Daníel Ágúst Harldsson söng í afmælinu en líka Steingrímur Teague úr Moses Hightower, söngkonan Matthildur, DJ Margeir, Kristmundur Axel, Flóni, DJ Jón Gestur og svo var það Doctor Victor sem lokaði eftirminnilegu kvöldinu. 


Hvað stóð upp úr í veislunni?

„Það er af mörgu að taka úr stórkostlegri veislu en að dansa uppi á borði með Daníel Ágúst að taka Over með GusGus verður seint toppað, stemningin og gleðin í því augnabliki lýsir fullkomlega upplifuninni af þessum dásamlega degi.“

Hvað fékkstu í afmælisgjöf?

„Allskonar upplifanir í mat og drykk, endalaust af eðal rauðvíni og kampavíni, flug út í heim og margt annað fallegt frá fjölskyldu og vinum.“

Hefur þú gert eitthvað fleira á afmælisárinu en að halda veislu?

„Að safna minningum er okkur fjölskyldunni ofarlega í huga og ógleymanleg London ferð með systrum og mökum var farin í september á því sem hefði orðið 45 ára afmælisdagur Ölmu systur. „Showrunner“ námið mitt í Köln hefur líka verið frábært og svo var Akureyri æðisleg í sumarfríi fjölskyldunnar,“ segir Jón Gunnar og er þá að vísa í systur sína, Ölmu Geirdal, sem lést langt fyrir aldur fram í október 2020. 

Rúnar Gíslason, Jón Gunnar Geirdal og Júlíus Sigurjónsson.
Rúnar Gíslason, Jón Gunnar Geirdal og Júlíus Sigurjónsson.
María Jonný og Anna Guðný.
María Jonný og Anna Guðný.
Júlíus Sigurjónsson, Kiddi Bigfoot, dj Margeir, Þór Bæring og Jón …
Júlíus Sigurjónsson, Kiddi Bigfoot, dj Margeir, Þór Bæring og Jón Gestur.
Dj Margeir.
Dj Margeir.
Jón Gunnar Geirdal og Flóni.
Jón Gunnar Geirdal og Flóni.
Kristmundur Axel og Jón Gunnar Geirdal.
Kristmundur Axel og Jón Gunnar Geirdal.
Sigtryggur Magnason og Jón Gunnar Geirdal.
Sigtryggur Magnason og Jón Gunnar Geirdal.
Þór Bæring og Gunnar Ólafsson.
Þór Bæring og Gunnar Ólafsson.
Ásgeir Kolbeins, Ívar Guðmundsson og Egill Einarsson.
Ásgeir Kolbeins, Ívar Guðmundsson og Egill Einarsson.
Ásgeir Kolbeins.
Ásgeir Kolbeins.
Jón Gunnar Geirdal og Kalli Lú.
Jón Gunnar Geirdal og Kalli Lú.
Elma Björk Bjartmars, Jón Gunnar Geirdal og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir.
Elma Björk Bjartmars, Jón Gunnar Geirdal og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir.
Kristín Hrefna, Anna Friðrika, Erlingur Fannar og Sigurborg Geirdal.
Kristín Hrefna, Anna Friðrika, Erlingur Fannar og Sigurborg Geirdal.
Pétur Jóhann Sigfússon.
Pétur Jóhann Sigfússon.
Pálmi Guðmundsson, Ívar Sigurjónsson og Ívar Guðmundsson.
Pálmi Guðmundsson, Ívar Sigurjónsson og Ívar Guðmundsson.
Sólveig Ólafsdóttir og Matthías Maron Geirdal.
Sólveig Ólafsdóttir og Matthías Maron Geirdal.
Jón Gunnar Geirdal og Daníel Ágúst.
Jón Gunnar Geirdal og Daníel Ágúst.
Doctor Victor.
Doctor Victor.
Emil Austmann og Dóra Margrét.
Emil Austmann og Dóra Margrét.
Jón Gunnar Geirdal og Þór Bæring.
Jón Gunnar Geirdal og Þór Bæring.
Matthildur.
Matthildur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda