Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var á meðal gesta á kosningavöku Sósíalistaflokksins sem fram fór fram á Vorstjörnunni - Alþýðuhúsi sem er við Bolholt 6. Það vakti athygli að Sólveig Anna var víðförul þetta kvöld því hún hélt uppi stuðinu á Vinnustofu Kjarval, sem er einkaklúbbur sem er rekinn við Austurvöll. Fólk úr viðskiptalífinu og efsta lag samfélagsins mætir reglulega á staðinn.