„Hver kynslóð þarf að finna sína leið til að gera hlutina“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Iða Brá Benediktsdóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Iða Brá Benediktsdóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir

Viðburðurinn Jöfnum leikinn var haldinn í Arion banka á dögunum í Hörpu til að fagna því að átaksverkefnið Konur í fjárfestum er nú orðið ársgamalt. 

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, hélt líflegt opnunarerindi þar sem hún lýsti vitundarvakningu sinni í jafnréttismálum og baráttu fyrir auknum umsvifum kvenna á fjármálamarkaði.

Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, benti á að 4500 konur hafi þegar sótt fimmtíu Konur fjárfestum viðburði vítt og breitt um landið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri í Reykjavík var heiðursgetur kvöldsins og tók Iða Brá viðtal við hana uppi ía sviði þar sem þær reæddu stjórnmál og jafnréttisbaráttu. 

„Hver kynslóð þarf að finna sína leið til að gera hlutina,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Þess vegna er erfitt að gefa yngra fólki nákvæmar leiðbeiningar. Eitt er þó víst: Þetta má þetta ekki vera eintómur barningur, þetta þarf líka að vera gaman og skemmtilegt. Og konur þurfa að standa þétt saman. Sterk vinátta sterkra kvenna flytur fjöll. Baráttan reynir auðvitað stundum á þolrifin og þá er mikilvægt að hafa gott fólk á bak við sig.“

Fjárhagslegt sjálfstæði er ekki áhugamál

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu jafnréttis. Hún uppskar standandi lófatak þegar hún steig aftur upp á svið til að taka við verðlaununum.

Fortuna Invest hlaut viðurkenningu fyrir hvatningu til fjárfestinga. Á bak við Fortuna Invest eru þær Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir. Saman halda þær úti fréttabréfi um fjárfestingar, vinsælum Instagram-reikningi og hafa gefið út metsölubókina Fjárfestingar.

Konur fjárfestum er langtímaátaksverkefni sem Arion banki hóf snemma árs 2023 með það að markmiði að efla þátttöku kvenna á fjármálamarkaði og stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þrátt fyrir framfarir í jafnréttismálum hér á landi er þátttaka kvenna í fjárfestingum enn minni en karla. Með þessu verkefni vill bankinn hvetja konur til að taka virkan þátt í fjárfestingum og þannig hafa áhrif á samfélagið. Þótt hlutirnir séu farnir að þokast í rétta átt þurfum við öll að leggjast á eitt til að flýta þróuninni.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Rósa Kristinsdóttir og Björg Fenger ásamt vinkonu.
Rósa Kristinsdóttir og Björg Fenger ásamt vinkonu. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Ester Gústavsdóttir í góðum félagsskap.
Ester Gústavsdóttir í góðum félagsskap. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Benedikt Gíslason, Ása Dröfn Óladóttir og Margrét Sveinsdóttir.
Benedikt Gíslason, Ása Dröfn Óladóttir og Margrét Sveinsdóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Nanna Ósk Jónsdóttir er hér í góðum félagsskap.
Nanna Ósk Jónsdóttir er hér í góðum félagsskap. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Helga Halldórsdóttir og Selma Svavarsdóttir ásamt vinkonum.
Helga Halldórsdóttir og Selma Svavarsdóttir ásamt vinkonum. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Halldóra G. Steindórsdóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir og Ester Gústavsdóttir.
Halldóra G. Steindórsdóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir og Ester Gústavsdóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Snædís Ögn Flosadóttir.
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Snædís Ögn Flosadóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Rósa Kristinsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Snædís …
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Rósa Kristinsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Snædís Ögn Flosadóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Sigríður Arngrímsdóttir, Hildur Ýr Viðarsdóttir og Harpa Lind Hrafnsdóttir.
Sigríður Arngrímsdóttir, Hildur Ýr Viðarsdóttir og Harpa Lind Hrafnsdóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Hrefna Sigfinnsdóttir.
Hrefna Sigfinnsdóttir. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda