Hilmir Snær tók sér örstutt frí frá bleyjuskiptum

Hilmir Snær var flottur í tauinu í teinóttum jakkafötum, svartri …
Hilmir Snær var flottur í tauinu í teinóttum jakkafötum, svartri skyrtu og með sólkyssta húð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarinn Hilmir Snær Guðnason brá undir sig betri fætinum í gærkvöld og mætti í sínu fínasta pússi á Íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna, sem haldin voru við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu.

Hilmir Snær var tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í leikverkinu Köttur á heitu blikkþaki en laut í lægra haldi fyrir Sigurði Sigurjónssyni sem vann Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í sýningunni Heim.

Hilmir Snær tók sér örstutt frí frá bleyjuskiptum til að vera viðstaddur hátíðarhöldin og fagna fjölbreyttu og líflegu leikári með kollegum sínum, en eins og flestir landsmenn vita þá eignaðist hann dóttur með leikkonunni Völu Kristínu Eiríksdóttur nú á dögunum.

Vala Kristín greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagram-síðu sinni um liðna helgi.

Laddi og Sigríður Rut Thorarensen.
Laddi og Sigríður Rut Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leikarinn Bergur Ingólfsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík og …
Leikarinn Bergur Ingólfsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík og Hrannar Björn Arnarsson eiginmaður hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ólöf Skaftadóttir Komið gott-stjarna, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og Jakob …
Ólöf Skaftadóttir Komið gott-stjarna, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og Jakob Birigisson aðstoðarmaður Þorbjargar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
María Ellingsen í góðum félagsskap.
María Ellingsen í góðum félagsskap. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti Íslands í góðum félagsskap.
Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti Íslands í góðum félagsskap. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp …
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Saga Sigurðardóttir og Snorri Helgason voru í stuði ásamt vinkonu.
Saga Sigurðardóttir og Snorri Helgason voru í stuði ásamt vinkonu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Anna Margrét Kristinsdóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdeóttir, Björgvin Franz Gíslason og …
Anna Margrét Kristinsdóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdeóttir, Björgvin Franz Gíslason og Edda Björgvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda