Er ástfangið fólk bara leiksoppar hormóna?

Hormónar hafa meira um ástina að gera en við höldum. …
Hormónar hafa meira um ástina að gera en við höldum. Við erum í raun leiksoppar hormónanna. mbl.is/AFP

Hormónar geta haft mikil áhrif á sambönd. Bæði þegar sambönd eru á frumstigum og í mótun og svo þegar leiðir skilja. Sambandssérfræðingar The Stylist leituðu til hormónasérfræðings sem leiddi lesendur í allan sannleikann um áhrif hormóna.

„Hormónar bera ábyrgð á öllu mögulegu, allt frá efnaskiptum líkamans til skapgerðar þann daginn. Afhverju ættu þeir þá ekki að hafa áhrif á samböndin líka? Auðvitað er það ferli sem fer í gang þegar við verðum ástfangin flóknara en bara efnaskipti en eins rómantískt og það kann að vera að halda að ástin komi til okkar á yfirskilvitlegan hátt þá benda rannsóknir til þess að vísindin hafi mun meiri áhrif á ástarlífið okkar en við gerum okkur grein fyrir.“

„Hormónar geta haft áhrif á það hverja við löðumst að, hversu sterk aðlöðunin er og hversu hratt það gerist. Sumar konur verða varar við það að þær laðast að öðruvísi einstaklingum eftir að þær hætta á hormónagetnaðarvörnum. Svo geta hormón einnig haft áhrif á samskipti í nánum samböndum og þær áskoranir sem geta komið upp.“

Fyrstu kynnin

„Það er margt sem hefur áhrif þegar við löðumst að einhverjum. Sumir eiga sér týpu sem þeir laðast að, á meðan aðrir heillast af persónuleika og sumir laðast bara ekki að neinum. En í flestum tilfellum spila hormónin stórt hlutverk,“ segir Dr Sohère Roked hormónafræðingur.

„Testosterón drífur áfram frumhvatir okkar, bæði hjá konum og körlum. Við losum einnig frá okkur ferómón sem gefa okkur ómeðvitað til kynna að við eigum genetíska samleið með einhverjum. Svo verður losum á dópamíni sem „verðlaunar“ okkur þegar við sjáum einhvern sætann. Og noradrenalín gefur okkur fiðrildin í magann.“

Dr Roked leggur áherslu á að sumar rannsóknir sýna að aðlöðun kvenna breytist eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum. Því hærra oestrogen magn, því líklegra er að þær laðist að karlmannlegum eiginleikum og er líkaminn kannski að leita að „góðum genum“. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að þær laðist bæði af kvenlegum og karlmannslegum líkömum þegar þær eru á barmi eggloss.

Fyrsti kossinn

„Fyrsti kossinn setur af stað mikið flæði hormóna. Oxytósín flæðir um líkamann sem ýtir undir tengslamyndun og skapar traust. Svo fer dópamín og serótónín af stað sem fær okkur til þess að fá viðkomandi á heilann.“

Að verða ástfanginn

„Það tekur fólk mislangan tíma að verða ástfangið og það getur verið vegna hormónanna. Fólk sem er yfirleitt með hærra magn dópamíns í kerfinu er hvatvísara og fellur hraðar fyrir einhverjum. Þá er fólk sem hefur örugga tengslamyndun oftar en ekki einnig með mjög mikið jafnvægi í oxýtósín svörun. Sambönd þeirra þróast því með stöðugum og yfirveguðum hætti.“

„Tímasetning skiptir líka máli. Líkamsrækt, streita og tíðahringur hefur allt áhrif sem útskýrir kannski það afhverju fólk verður yfir sig ástfangið þegar það er í fríi.“

Að vera í langtímasambandi

„Oxýtósín spilar stórt hlutverk í langlífi sambanda. Ef maður fær ekki nóg af því í gegnum snertingu, augnsamband og kynlíf þá getur það sett mikið álag á sambandið. Hormónin leggja grunn að tengslamyndun og ef þau lækka þá finnst manni maður ekki vera eins nátengdur makanum og það getur sett allt úr skorðum.“

„Sé maður að kljást við eitthvað hormónaójafnvægi þá getur það haft áhrif á sambandið. Ef hormónin eru í lagi þá hefur maður jafnara geð og jafnari orku. Þá hefur streita bælandi áhrif á kynhormónin og minnka allan áhuga á kynlífi. Skjaldkritillinn getur t.d. haft mikil áhrif á hvernig við tengjumst fólki og breytingaskeiðið. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er allt eitthvað sem má laga með réttri meðferð eða ráðgjöf. Þannig geta sambönd lagast.“

Sambandsslit

„Endalok sambanda geta reynst fólki mjög erfið lífsreynsla og upplifun okkar á sambandsslitunum getur markast mjög mikið af hormónunum. Þá geta sambandsslit vakið upp hormónakrísur enda streituhormónin á fullu sem gerir það að verkum að maður á erfiðara með að upplifa ánægju. Fólk hefur kannski minna gaman af áhugamálum sínum.“

„Svefninn verður lakari og matarlystin breytist því við erum að bregðast við þessu raski á hormónajafnvæginu. Allt leitar þó jafnvægis með tímanum og mikilvægt er að viðhalda góðri rútínu í öllu sem viðkemur hvíld, hreyfingu og matarræði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda