María Birta og Elli Egils fögnuðu á Kjarval

María Birta Bjarnadóttir Fox og Elli Egils Fox.
María Birta Bjarnadóttir Fox og Elli Egils Fox. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glæsilegt frumsýningarboð fór fram á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af einstöku samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9-hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins 50 númeruð og árituð eintök voru framleidd.

Viðburðurinn markar einnig stór tímamót en í ár fagnar Ormsson tíu árum sem umboðsaðili Bang & Olufsen á Íslandi og Bang & Olufsen fagnar 100 ára afmæli sínu.

„Elli byrjaði sem tónlistarmaður og hefur alltaf haft takt og hljóð í blóði sínu. Hann hefur sjálfur talað um hvernig tónlistin mótar litina og formin í málverkum hans. Þess vegna er þetta verkefni, þar sem myndlist og hágæða hljóð ásamt einstakri hönnun Bang & Olufsen mætast, eðlilegt næsta skref. Við erum afar stolt af samstarfi okkar á þessum merku tímamótum: 10 ár með B&O á Íslandi, 100 ár B&O á heimsvísu og 103 ár Ormsson,“ sagði Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Ormsson, í fréttatilkynningu. 

Á viðburðinum var jafnframt tilkynnt að málverkið, sem Elli málaði sérstaklega fyrir verkefnið, verði selt á uppboði á heimasíðu Ormsson í desember. Allur ágóði sölunnar rennur til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Viðburðurinn var stjörnum prýddur en hjónin María Birta Bjarnadóttir Fox og Elli Egils Fox fögnuðu ásamt Frosta Logasyni, Eyþóri Arnalds, Evu Laufey Kjaran og Loga Geirssyni. 

Sigurbjörg Birta Pétursdóttir og Gissur Karl Vilhjálmsson.
Sigurbjörg Birta Pétursdóttir og Gissur Karl Vilhjálmsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Einar Bárðarson, Finnur Árnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Einar Bárðarson, Finnur Árnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Pattra Sriyanonge og Berglind Hólm.
Pattra Sriyanonge og Berglind Hólm. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nína Melsteð og Stefanía Linnet.
Nína Melsteð og Stefanía Linnet. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Arndís Arnarsdóttir og Eva Laufey Kjaran.
Arndís Arnarsdóttir og Eva Laufey Kjaran. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hátalarinn afhjúpaður.
Hátalarinn afhjúpaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ástríður Ólafsdóttir, Helga Gabríela, Frosti Logason og Eyþór Arnalds.
Ástríður Ólafsdóttir, Helga Gabríela, Frosti Logason og Eyþór Arnalds. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðmundur Snorri Sigurðarson og Embla Fjeldsted.
Guðmundur Snorri Sigurðarson og Embla Fjeldsted. mbl.is/Eggert Jóhannesson
María Birta Bjarnadóttir Fox og Elli Egils Fox.
María Birta Bjarnadóttir Fox og Elli Egils Fox. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eðvarð Egilsson og Unnur Jónsdóttir.
Eðvarð Egilsson og Unnur Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristín Jórunn Hjartardóttir og Egill Eðvarðsson.
Kristín Jórunn Hjartardóttir og Egill Eðvarðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kamilla Birta Guðjónsdóttir og Ingunn Kara Gunnarsdóttir.
Kamilla Birta Guðjónsdóttir og Ingunn Kara Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Elías Guðmundsson og Elli Egils Fox.
Elías Guðmundsson og Elli Egils Fox. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir.
Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hinrik Már Svavarsson og Árni Már Þ. Viðarsson.
Hinrik Már Svavarsson og Árni Már Þ. Viðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir.
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda