Höfuðstöðvar Pink Iceland á Skólavörðustígnum voru vel sóttar af forvitnum kaffiunnendum þar sem L'OR-kaffi var í aðalhlutverki. Yfir hundrað manns létu sjá sig í veislunni og nutu glæsilegra kaffidrykkja. Drykkjarseðillinn var fjölbreyttur en þar mátti sjá allt frá hefðbundnum kaffibolla yfir í kaffikokteila og eftirrétti.
„Það var gaman að sjá hversu margir lögðu leið sína til okkar og hvernig stemningin skapaði einstaka upplifun. L'OR er þekkt fyrir gæði og fágaða ásýnd og við vildum leyfa sem flestum að upplifa vörumerkið í fullum gæðum. L'OR hugmyndafræðin er búin til af listafólki með einstaka sýn um að kaffi sé listform. Þess vegna var einstaklega gaman að vinna þennan viðburð með Evu hjá Pink Iceland sem er algjör listakona í sínu fagi og bjó til umgjörð sem vakti mikla lukku meðal gesta,“ segir Móeiður Ása Valsdóttir, vörumerkjastjóri L'OR, í fréttatilkynningu.
Í veisluna mættu meðal annars Hildur Yeoman fatahönnuður, Glódís Guðgeirsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir.