Hljómsveitin Possibillies sneri aftur eftri áratuga fjarveru og héldu skemmtilega tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. 40 ár er síðan hljómplatan Mát kom út en ýmsir þekkja smellinn Móðurást af þeirri plötu.
Hildur Vala Einarsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og Guðjón Davíð Karlsson tóku lagið.
Logi Bergmann er staddur á Íslandi um þessar mundir og lét sig ekki vanta ásamt Sigga Gunnars útvarpsmanni á Rás 2 en þeir tveir urðu perluvinir þegar þeir unnu saman á útvarpstöðinni K100. Tónlistarhjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson létu sig heldur ekki vanta.