Kvenorkan fór yfir mælanleg mörk

Sigurveig Hallsdóttir, Linda Fanney Valgeirsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Auður Nanna …
Sigurveig Hallsdóttir, Linda Fanney Valgeirsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Auður Nanna Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo

Kvenorkan fór yfir mælanleg mörk þegar HS Veitur buðu Konum í orkumálum, KÍO, í heimsókn til sín. 60 konur, sem starfa í orku- og veitugeiranum, kynntu sér starfsemi og höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

Heimsóknin var liður í starfsemi KÍO, sem er faglegt tengslanet kvenna sem starfa í orku- og veitugeiranum. Markmið KÍO er að efla tengsl, miðla þekkingu og auka sýnileika kvenna í greininni.

„Við tókum á móti frábærum hópi kvenna sem starfa innan orku- og veitugeirans. Ég er stolt af því að tilheyra hópi kvenna í orkumálum á Íslandi. Frá því ég steig inn í geirann fyrir rúmlega tveimur árum síðan hef ég tekið eftir því hvað við búum að ótrúlega flottum hópi hæfileikaríkra kvenna og megum við vera duglegri að segja frá og sýna hvað í okkur býr,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri HS Veitna.

Hópurinn fór í rútuferð inn í Grindavík þar sem jarðhræringar, jarðsig, sprungumyndanir og eldgos hafa sett strik í reikninginn í rekstri veitukerfa bæjarins á undanförnum mánuðum og í kjölfarið fengu þær stutta kynningu á fyrirtækinu frá forstjóra HS Veitna, Páli Erland sem hefur fengið ýmsar áskoranir í fangið frá því að hann tók við því hlutverki fyrir tæplega þremur árum síðan.

Páll sagði frá því hvað fyrirtækið væri framsækið í veiturekstri á Íslandi. Það er fyrsta veitufyrirtækið á Íslandi til að klára innleiðingu snjallmæla hjá öllum viðskiptavinum svo dæmi séu tekin. Páll sagði líka frá nýju skipuriti sem tekið hefur gildi en þar er í fyrsta skipti jafnt kynjahlutfall í framkvæmdastjórn. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem það  er þannig.

Sigrún Inga Ævarsdóttir, Erla Björk Þorgeirsdóttir og Valdís Guðmundsdóttir.
Sigrún Inga Ævarsdóttir, Erla Björk Þorgeirsdóttir og Valdís Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Berglind Ásgeirsdóttir.
Berglind Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Inga Lára Jónsdóttir og Sigrún Viktorsdóttir.
Inga Lára Jónsdóttir og Sigrún Viktorsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Rauan Meribekova, Lovísa Árnadóttir og Marta Rós Karlsdóttir.
Rauan Meribekova, Lovísa Árnadóttir og Marta Rós Karlsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Guðrún Dóra Ingibjargardóttir, Anna Bryndís Zingsheim, Sigurveig Hallsdóttir og Anna …
Guðrún Dóra Ingibjargardóttir, Anna Bryndís Zingsheim, Sigurveig Hallsdóttir og Anna Birgitta Geirfinnsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Ástríður Guðný Sigurðardóttir, Jóna Kristín Valsdóttir, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Laufey …
Ástríður Guðný Sigurðardóttir, Jóna Kristín Valsdóttir, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Marta Rós Karlsdóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir.
Marta Rós Karlsdóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Páll Erland og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir.
Páll Erland og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Lina Fanney Valgeirsdóttir og Auður Nanna Baldvinsdóttir.
Lina Fanney Valgeirsdóttir og Auður Nanna Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Selma Svavarsdóttir og Valdís Guðmundsdóttir.
Selma Svavarsdóttir og Valdís Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Anna Bryndís Zingsheim og Inga Lára Jónsdóttir.
Anna Bryndís Zingsheim og Inga Lára Jónsdóttir. Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda