Skilaboð frá stjúpmæðrum til maka sinna

Stjúptengsl geta verið flókin og erfið.
Stjúptengsl geta verið flókin og erfið.

Stjúpforeldrahlutverkið er vandasamt og mögulega eitt erfiðasta hlutverkið sem fólk fær. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem rekur vefinn Stjúptengsl, hefur mikinn áhuga á að bæta ímynd stjúpmæðra. Í gegnum tíðina hefur hún staðið fyrir „stjúpuhittingum“ þar sem 4-6 manneskjur eru saman á lokuðu 6 vikna námskeiði með það markmið að geta dílað betur við stjúphlutverkið. Listinn hér fyrir neðan samantekt frá Valgerði eftir vinnu með stjúpmæðrum í gegnum tíðina:

  1. Sýndu því skilning að það tekur mig tíma að byggja upp samband við börnin þín og það er eðlilegt að vera meira tengdur eigin börnum en annarra. Leyfðu mér að prófa mig áfram.
  2. Hafðu mig með í ráðum varðandi börnin þín og breytingar á umgengni. Þegar þú spyrð mig álits finnst mér ég skipta þig máli og að við erum í þessu saman.  Ég verð ánægðari og börnin munu njóta þess líka.
  3. Þegar ég er spurð, hef ég bæði rétt á að segja já, nei eða leyfðu mér að hugsa málið.
  4. Ég virði rétt þinn til að ráðstafa tíma þínum og peningum – viltu virða minn líka?
  5. Viltu ræða við mig og skipuleggja þá daga sem börnin þín eru hjá okkur með mér? Óvæntum uppákomum fækkar og við verðum öll mun afslappaðri þegar við vitum hvað er framundan.
  6. Þegar ég er afslöppuð og undirbúin verð ég jákvæðari og á auðveldara með að taka börnunum þínum opnum örmum.  Það hjálpar mér að mynda betri tengsl við þau.
  7. Gerðu líka ráð fyrir að við gerum eitthvað saman sem fjölskylda þegar börnin þín og þinnar fyrrverandi eru ekki hjá okkur.
  8. Deildu með mér ábyrgð á börnunum en hvorki varpa henni alfarið á mig né halda þeim frá mér.
  9. Sýndu því skilning að ég þarf stundum tíma án þín og barna þinna, svo ég geti aðlagast í rólegheitum. 
  10. Viltu láta sambandið við þína fyrrverandi snúast um börnin ykkar en ekki ókláraðar deilur sem koma hvorki mér né börnunum þínum við.
  11. Það hjálpar mér að finna út úr mínu hlutverki sem stjúpa, sinnir þú vel föðurhlutverki þínu.  Við þurfum að móta heimilisreglurnar saman en þú verður að sjá um að framfylgja þeim – í fyrstu.
  12. Þurfir þú að velja á milli minna óska og þinnar fyrrverandi – viltu standa með mér?
  13. Mundu eftir að hrósa mér – sumir dagar eru einfaldlega mjög erfiðir.
  14. Hugsaðu um það sem hefur gengið vel og hvað það er sem virkar. Hugsum í lausnum!
  15. Ég elska þig – og skil að börnin þín skipta þig máli. Hjálpumst að við að skapa heimili sem við tilheyrum öll og skiptum hvort annað máli!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál