Hvers vegna viðgengst vinnustaðaeinelti?

Brynja Bragadóttir doktor í vinnustaðasálfræði.
Brynja Bragadóttir doktor í vinnustaðasálfræði.

„Þegar fólk er spurt um það í könnunum hvers vegna einelti viðgangist er algengasta svarið þetta: „Af því að gerendur komast upp með það“,“ segir Brynja Bragadóttir doktor í vinnustaðasálfræði í sínum nýjasta pistli:

Um helgina las ég áhugaverða grein um einelti á vinnustað.  Greinin birtist á síðu Liberty Tribune í mars 2015. Hún fjallar um svipað efni og grein Hildar Jakobínu Gísladóttur sem birtist nýlega á mbl.is (11. júní 2015 – Þolendur gerðir ábyrgir).

Í greininni er m.a. fjallað um ólík viðhorf fólks til eineltis, eftir því hvort það á sér stað meðal barna (í skóla) eða fullorðinna (á vinnustað). Greinarhöfundur vísar í dr. Jan Kircher, en Kircher segir að í skólum séu börn hvött til að ræða við ráðgjafa eða kennara um einelti. Á vinnustöðum sé þetta flóknara. Til að mynda er það algengt að einelti á vinnustað sé ekki tekið alvarlega. Það er meira að segja algengt að þolandanum sé kennt um eineltið. Þetta er líka raunveruleikinn á íslenskum vinnustöðum.

Kircher, sem er félagsráðgjafi og sérfræðingur í eineltismálum, telur að einelti á vinnustað sé samþykkt, þar sem ekki er talað um það. Þetta er líka staðan á Íslandi – einelti á vinnustað er tabú, eitthvað sem ekki má tala um.

Um leið getur einelti valdið vinnustöðum miklum skaða, bæði fjárhagslegum og ímyndarlegum. Staða þolenda er líka erfið, en margir óttast að eineltið ógni stöðu þeirra á vinnumarkaði (þ.e. segi þeir frá eineltinu). Á meðan fordómar ríkja í samfélaginu í garð þolenda er slíkur ótti skiljanlegur. Undirrituð þekkir mörg dæmi þess að fordómar ríkja á Íslandi, bæði meðal fagfólks og almennings.  

Það er líka algengt að þolendur kenni sjálfum sér um, að þeir trúi því að þeir séu vandamálið. Kircher leggur mikla áherslu á það að þolendur leiti sér hjálpar, t.d. hjá fagaðilum. Þolendur á Íslandi eiga líka að fá góðan og réttan stuðning frá fagfólki.

Sá misskilningur ríkir víða að einelti snúist um slæm samskipti. Mikilvægt er að leiðrétta þennan misskilning. Skv. reglugerð nr. 1000/2004 er einelti eitt form ofbeldis og ofbeldi á sér aldrei stað á jafningjagrundvelli. Sá sem verður fyrir einelti er ekki í stöðu til að verja sig.

Um leið og þetta er ljóst, þá er einnig ljóst að ábyrgðin er aldrei hjá þolendum. Það er ekki fyrr en við færum fókusinn frá þolendum og að þáttum sem raunverulega valda einelti að hægt er að uppræta vandann.

Erum við tilbúin að taka þetta skref? 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál