Getur prump gert sambandið betra?

Það er frábært að prumpa fyrir framan maka sinn.
Það er frábært að prumpa fyrir framan maka sinn. Shutterstock / Yuri Arcurs

Þegar þú byrjar í nýju sambandi langar þig til að njóta hvers augnabliks með nýja makanum. Eiga innihaldsmikil samtöl, stunda frábært kynlíf og njóta lífsins. Þú svífur um á bleiku skýi og ferð í gegnum hin ýmsu stig. Fyrsta ástarjátningin, fyrsta barnið og fyrsta prumpið. Prumpustigið er nefnilega vanmetið stig í sambandinu. Vefurinn Elite Daily tók saman nokkra kosti þess að prumpa fyrir framan maka sinn. 

Prump sýnir að þér líði vel í sambandinu

Ef þér líður nógu vel til að geta prumpað fyrir framan maka þinn þá er ekkert sem þú getur ekki gert fyrir framan hann. Þú getur grátið fyrir framan hann, þú getur rifist við hann og kallað hann öllum illum nöfnum en það að þú getir prumpað fyrir framan hann sýnir að þér líði vel í sambandinu.

Prump sýnir að þú sért glettin/n

Það getur verið gaman að hlægja að prumpi maka þíns. Ef þú og maki þinn eruð skemmtilegt par vitið þið að það er gott að geta hlegið saman að hvort öðru.

Prump getur verið upphafið að fyndnum brandara

Ef þú getur prumpað fyrir framan maka þinn og þið hlegið að því saman getur það verið upphafið að skemmtilegri minningu. Þessar minningar eru oftast mjög persónulegar þar sem þú ert líklega ekki að fara að segja vinum þínum frá því þegar þú prumpaðir í miðjum klíðum. Aðeins þú og maki þinn eruð það náin að geta deilt þessum upplýsingum.

Prump sýnir að þú hafir ekkert að fela

Það er mikilvægt að vera maður sjálfur í sambandi. Ef þú ert ekki heiðarleg/ur við maka þinn getur hann átt erfitt með að treysta þér og án trausts er erfitt að byggja upp samband. Með því að prumpa fyrir framan maka þinn sýnir þú honum að þú sért mannleg/ur.

Ástfangið par.
Ástfangið par. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál