Hlutir til að framkvæma fyrir fertugt

Láttu verða að því að fara í draumafríið.
Láttu verða að því að fara í draumafríið. Thinkstock / Getty Images

Flestir kannast við hugtakið „bucket-list“, en öllum er hollt að setja nokkur markmið niður á blað. Hér að neðan eru hugmyndir af hlutum sem gaman væri að framkvæma fyrir fertugt. 

Sjá uppáhalds hljómsveitina á tónleikum
Dag einn mun þig langa að segja börnunum þínum, vinum eða fjölskyldu frá því þegar þú lagðir á þig langt og strangt ferðalag til að sjá Adele syngja á tónleikum. Tónleikamiðar geta verið dýrir, en það er vel þess virði enda góðar minningar ómetanlegar.

Hlaupa maraþon (eða einhverskonar þrekþraut)
Hvert svo sem líkamlegt ástand þitt er getur þú fundið þraut við hæfi. Hvort svo sem það er fimm kílómetrahlaup, heilt eða hálft maraþon. Veldu vegalengd sem þú þarft að æfa fyrir í nokkra mánuði til að ná að ljúka. Þegar þú lítur til baka mun vinnan sem þú lagðir í verkefnið einnig veita þér gleði.

Veldu land til að heimsækja
Áður en þú nærð fertugu skaltu láta verða að því að heimsækja að minnsta kosti eitt land sem þig hefur alltaf langað að ferðast til. Gott er að leggja fyrir í ferðasjóð til að draumurinn geti orðið að veruleika.

Lærðu nýtt tungumál
Ef þú hefur í hyggju að heimsækja nýtt land er ekki úr vegi að læra svolítið í tungumálinu.

Gefðu af þér
Áður en þú kemst á fimmtugsaldurinn ættir þú að kynnast því hvernig það er að gefa af sér. Ein jólin getur þú til að mynda gefið bágstöddum jólagjafir, í stað þess að kaupa dót fyrir fjölskyldu og vini.

Sæktu um draumastarfið
Ekki lenda í því að horfa um öxl og velta því fyrir þér hvað hefði getað orðið. Láttu vaða og sæktu um draumadjobbið. Jafnvel þótt þú þorir það ekki.

Skrifa smásögu
Því hefur lengi verið haldið fram að Ísland hafi að geyma fleiri skúffuskáld en gengur og gerist í veröldinni. Láttu verða að því að festa eina sögu á blað, þó þú ætlir ekki að gefa hana út eða leggja fyrir þig ritstörf.

Fleiri hugmyndir má finna á vef Relevant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál