Fullorðnu „börnin“

„Ættleiðingar og leitin að upprunafjölskyldu hefur verið áberandi í samfélagslegri umræðu, ekki síst í kjölfar sjónvarpsþáttaraðar er sýnd er á Stöð2 um þessar mundir. Þáttaröðin hefur vakið mikla athygli og málefnið virðist vekja áhuga fólks á þeirri flóknu stöðu sem ættleiddir oft á tíðum búa við. Í raun er það skiljanlegt því málefnið er oft sveipað dulúð, óvissu, forvitni og ævintýraljóma,“ segir Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Sálfræðingunum, Lynghálsi 9, í nýjum pistli: 

Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Sálfræðingunum, Lynghálsi 9.
Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Sálfræðingunum, Lynghálsi 9.

Á Íslandi hafa ættleiðingar tíðkast áratugum saman. Bæði á börnum sem fædd eru hér á landi og eiga sér líffræðilegan uppruna í íslensku samfélagi svo og á börnum sem hafa verið ættleidd erlendis frá og eiga sinn líffræðilega uppruna jafnvel  í fjarlægum heimsálfum. Sumir þessara einstaklinga hafa tök á að leita uppruna síns og kynnast jafnvel líffræðilegum skyldmennum sínum, önnur hafa aldrei tök, sökum aðstæðna, að fá nokkrar upplýsingar um uppruna sinn, hvað þá að geta hitt líffræðilegar fjölskyldur sínar, sérstaklega mæður. Með tilliti til þessa er áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna vitneskjan um líffræðilegan uppruna skiptir ættleiddan einstakling máli, sér í lagi þegar hann er kominn til fullorðinsára?

Nokkuð fjölbreyttar rannsóknir hafa verið gerðar á ættleiddum börnum hér á landi, aðallega með tilliti til samfélagslegra hagsmuna. Má þar nefna rannsóknir er varða löggjöf, heilbrigðismál og almenna velferð, til að mynda innan menntakerfisins. Flestar rannsóknir sýna fram á að ættleiddum börnum farnast yfirleitt vel og líðan þeirra er oftast í engu frábrugðin líðan annarra barna sem alast upp innan líffræðilegra fjölskyldna sinna.  Hins vegar hefur minna farið fyrir rannsóknum er varða upplifanir og stöðu ættleiddra sem fullorðinna einstaklinga og í samfélagslegri umræðu um ættleiðingar er oft talað um ættleidda sem „börn“. Skortur á þessum rannsóknum endurspeglar hugsanlega viðhorf samfélagsins til hins ættleidda og eigi erfitt með að sjá hann sem fullorðinn einstakling. En eðli málsins samkvæmt verður barn að fullorðinni manneskju með tímanum.

Þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á að ættleiddum börnum farnist vel í leik- og grunnskóla og eigi hamingjusama æsku og uppeldisár er ekki óalgengt að ákveðnar tilvistarspurningar leita á ættleiddan einstakling þegar kemur fram á unglings- og fullorðinsár. Spurningar eins og hver er ég? Hvaðan kem ég? Hverjir eru líffræðilegu foreldrar mínir? Af hverju var ég gefinn? Af hverju var ég valinn? Hugsanlegt er að flóknar tilfinningar vakni á sérhverju lífsskeiði, oft í kjölfar eigin barnsfæðinga eða við missi nákominna ættingja.  Vera má að rekja megi þessar tilvistarspurningar til þeirrar stöðu er ættleiddir lifa við. Að eiga sér einhvers konar hliðarlíf sem kannski hefði orðið, en aldrei varð.

Við erum öll forvitin um okkur sjálf. Það er einhvern veginn í eðli okkar því sú forvitni segir okkur eitthvað um okkur sjálf. Mikilvægi þess að þekkja uppruna okkar, vita hvaðan við komum og hver er bakgrunnur okkar, sérstaklega sá líffræðilegi, er því sterkur þáttur í sjálfsmynd okkar allra. Einnig þeirra sem ættleiddir eru.

Vel flestum ættleiddum farnast  vel í lífinu. Samt sem áður sýna rannsóknir að veruleikaheimur fullorðinna ættleiddra er oft og tíðum flókinn og sjálfsmynd þeirra ruglingsleg. Rannsóknir sýna einnig að fullorðnir ættleiddir hafa tilhneigingu til að glíma við ýmis vandamál eins og einmannaleika, þunglyndi og depurð. Þeir búa gjarnan að lágu sjálfsmati, eiga í erfiðleikum með tengsl og óttast gjarnan höfnun. Sumum og jafnvel samfélaginu einnig, finnst þeir ekki vera alveg „ekta“. Óunnin sorgartilfinning getur verið sterkur þáttur í lífi þeirra. En sorgin snertir ekki eingöngu þann ættleidda heldur getur einnig snert kjörfjölskyldu hans og líffræðilega fjölskyldu.

Okkur öllum er úthlutað félagslegri stöðu við fæðingu og ætla má að hún verði hornsteinn að sjálfsmynd einstaklingsins og í stöðugri mótun allt okkar lífsskeið. Vitneskjan um rætur sem eru ókunnar, mótar að vissu leiti sjálfsmynd þess sem lifir við þá staðreynd að hafa hugsanlega getað átt öðruvísi lífsskeið, ef ákveðin örlög hefðu ekki gripið í taumana. Hugsanlega einhvers konar hliðarlíf sem aldrei varð. Þetta hliðarlíf getur fylgt þeim ættleidda eins og nokkurs konar skuggi og snertir ekki eingöngu hann sjálfan. Það hefur einnig áhrif á líf kjörforeldra sem og líffræðilega foreldra, jafnvel um aldur og ævi. 

Fræðimenn hafa sett fram áhugaverða tilgátu um hina svokölluðu skugga sem fylgja ættleiddum og fjölskyldum þeirra. Það er áhugavert að geta þeirra í ljósi þess hversu margþættur og flókinn veruleiki þessa einstaklinga getur verið. Því er haldið fram að samofin lífssaga þessa sérkennilega þríhyrnings sem inniber í fyrsta lagi, ættleiddan einstakling, í öðru lagi kjörforeldra og í þriðja lagi líffræðilega móður (foreldra) sé í raun afar sérstök. Ættleiddi einstaklingurinn gengur allt sitt líf með skugga þess barns sem það hefði orðið ef það hefði alist upp hjá líffræðilegri móður. Vitneskjan um líffræðilega móður sé ávalt í vitund hans, allt hans lífsskeið. Kjörforeldrarnir ganga með skugga barnsins sem þau þráðu að fæða en gátu ekki. Það barn er ætið skuggi ættleidda barnsins sem þau tóku að sér – og tók jafnframt stöðu þess. Líffræðilega móðirin lifir alltaf með skugga barnsins sem hún gaf frá sér og sá skuggi fylgir henni allt hennar líf. Þar af leiðandi hafa allir þessir einstaklingar orðið fyrir missi sem verður hluti af lífssögu þeirra.  Ættleiðing er því flókið fyrirbæri og hefur áhrif á líf margra einstaklinga en ekki eingöngu þann sem ættleiddur er.

Því má segja að við ættleiðingu líkur ekki ákveðnu ferli. Miklu fremur má ætla að ferli, sem hefur áhrif á marga einstaklinga hefjist og haldist út lífsskeið þeirra allra. Þættir sem snerta líf einstaklings á einn eða annan hátt á lífsleiðinni, hvort sem  það er í gleði eða sorg, hefur áhrif á þá sem standa honum næstir. Stundum reynist þessum einstaklingum erfitt að höndla lífið og tilveruna þrátt fyrir þá gleði sem ættleiðingunni hefur fylgt. Þar af leiðandi er oft á tíðum sérstök þörf á stuðningi við fullorðna ættleidda einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Fjölskyldumeðferð (family therapy) er samtalsmeðferð sem tekur mið af áhrifamætti fjölskyldunnar og eru fjölskyldumeðferðarfræðingar sérstaklega menntaðir til þeirra starfa. Í fjölskyldumeðferð er notast við aðferðir og samtalstækni sem hafa verið gagnreyndar og gefið góða raun í málefnum einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Fjölskyldumeðferðarfræðingar taka ávallt mið af fjölskyldunni sem heild en jafnframt er tekið mið af einstaklingnum.  Meðferðarvinnan getur því bæði verið á einstaklings- eða fjölskyldugrundvelli. Það er því mikilvægt að veita ættleiddum einstaklingum sem komnir eru á fullorðinsár sérstaka athygli og stuðning vegna þeirra eigin fjölskyldusögu. Þeir eru hluti af flóknu fjölskyldukerfi  og áhrifin sem skapast innan þess kerfis hafa áhrif á alla er að því koma á einn eða annan hátt.

Heimildir:

Guðbjörg Helgadóttir (2012). „Ég er einbirni en á samt rosalega stóran systkinahóp." Félagslegur veruleiki og sjálfsmynd fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Óbirt MA-ritgerð. Háskóli Íslands: Félags- og mannvísindadeild.

Lifton, B. J. (1994). Journey of the adopted self. A quest for wholeness. New York: Basic Books.

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4485.

mbl.is

Kulnun og átta átta átta aðferðin

10:31 „Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við sköpum okkur jafnvægi í lífinu og 8-8-8 reglan er bara regla sem virkar vel inn í þessar aðstæður þó að kannski þurfi fleiri þættir að koma inn og spila með, en þó að við gætum bara farið eftir þessari einu reglu erum við þó að minnka álagið töluvert og erum að ná töluverðum árangri.“ Meira »

Er komið í tísku að vera á lausu?

05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

Í gær, 21:45 Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

Í gær, 18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

Í gær, 14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

í gær Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

í gær Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

í fyrradag Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í fyrradag Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í fyrradag Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

24.3. Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »