Eiginmaðurinn fær ekki fullnægingu með samförum

Margir karlmenn njóta munnmaka mun betur heldur en hefðbundinna samfara.
Margir karlmenn njóta munnmaka mun betur heldur en hefðbundinna samfara. Ljósmynd / Getty Images

„Ég og eiginmaður minn höfum verið saman í átta ár, í gegnum samband okkar hefur hann átt erfitt með að fá fullnægingu með því að stunda samfarir. Við höfum unnið með það og höfum lifað fullnægjandi kynlífi. Núna veldur þetta þó vandræðum þar sem við erum að reyna að eignast barn. Ég hef margoft reynt að ræða þetta við hann, en hann er ófáanlegur til þess,“ segir ónefnd kona í fyrirspurn sem hún sendi kynlífs- og pararáðgjafa The Guardian.

Sálfræðingurinn, Pamela Stephenson-Connolly, er sérfróð í kynlífsvandamálum og gat því auðveldlega ráðlagt konunni.

„Vel gefin og samvinnufús pör eiga það til að rata í ógöngur, en stundum eiga ómeðvitaðar ástæður til standa í vegi fyrir framförum. Til að mynda, ef eiginmaður þinn á við óleyst mál úr æsku getur verið að hann sé að reyna að forðast aðstæður þar sem getnaður getur átt sér stað.“

„Margir karlmenn njóta til að mynda munnmaka mun meira heldur en samfara í leggöng, og þá er þetta bara spurning um hvað þeim þykir gott. Hugsanlega ert þú bara of góð í þessum atlotum,“ sagði Stephenson-Connolly og bætti við að best væri að ræða vandann við eiginmanninn án þess að hrökkva í vörn.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is