Hræðilegir meðleigjendur

Það er betra þegar meðleigjendum kemur vel saman.
Það er betra þegar meðleigjendum kemur vel saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Leigumarkaðurinn er erfiður þessa stundina og því sífellt fleiri sem deila íbúð með öðru fólki. Eins og það getur verið gott að búa með skemmtilegu fólki getur maður líka verið óheppinn með meðleigjendur. Lonny.com fór yfir nokkrar slæmar sögur.

Öskraði á okkur fyrir það að borða kjöt

Það var ráðist á eiginmann minn fyrir framan húsið okkar þannig að þegar hann kom heim var hann í áfalli. Þegar meðleigjandi okkar kom heim og heyrði söguna reyndi hún að verja ofbeldismanninn. Hún átti það einnig til að öskra á okkur fyrir að borða og elda kjöt í húsinu þar sem hún var grænmetisæta.

Hún borðaði matinn minn 

Ég bjó með manneskju sem stal matnum mínum, en sagði mér aldrei frá því. Ég opnaði kannski poka af mat og hugsaði með mér að það hefði verið miklu meira ofan í pokanum síðast þegar ég opnaði hann. Nokkrum árum seinna játaði hún fyrir mér að hafa borðað mikið af matnum mínum.

Meðleigjendur eiga það til að stela mat frá hvor öðrum.
Meðleigjendur eiga það til að stela mat frá hvor öðrum. mbl.is/Thinkstockphotos

Keypti hund án þess að láta mig vita 

Meðleigjandi minn keypti hund þegar ég var út á landi án þess að segja mér frá því. Þegar ég kom heim þá var hún ekki heima og ég var mjög hissa að sjá ókunnugan hund í íbúðinni. Þessum hundi var sérstaklega illa við fólk, hann varð mjög árásargjarn þegar vinir mínir komu í heimsókn. Við skulum bara segja að hundurinn hafi komið í veg fyrir vináttu okkar.

Sátt þarf að ríkja ef ákveðið er að fá sér …
Sátt þarf að ríkja ef ákveðið er að fá sér hund. mbl.is/Thinkstockphotos

Átti að kaupa dýrt listaverk í íbúðina 

Ég var að skoða herbergi til þess að flytja inn í og hélt ég hefði fundið góðan stað, þangað til mér var sagt að ég þyrfti að leggja til 55.000 krónur til þess að kaupa nýtt listaverk í íbúðina. Ég bý í San Francisco þar sem leigan er mjög há svo þetta var ekki eitthvað sem ég gat sætt mig við. Ég endaði á að flytja annað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál