37 ára og aldrei átt kærasta

Konan er 37 ára og aldrei átt kærasta.
Konan er 37 ára og aldrei átt kærasta. mbl.is/Thinkstockphotos

Kæra E. Jean. Ég er 37 ára og hef aldrei átt kærasta. Ég er búin að fara á mörg blind stefnumót, hraðstefnumót, búin að prófa stefnumótasíður á netinu og ekkert virkar. Ég á í samskiptum við fólk á netinu og á vini í vinnunni. En þegar ég kem heim er það bara ég.

Þegar ég var í háskóla var ég ekki góð í því að reyna við stráka og eftir útskrift gekk aldrei neitt upp. Það er enginn sem þolir mig ekki en heldur enginn sem sækist í félagsskap minn. Ég er ekki feimin en líf mitt er samt ekki stanslaust stuð. Mér finnst lífið skemmtilegt og ég á mín áhugamál. Ég er búin að lesa allar sjálfshjálparbækur, búin að fara í ræktina og ég hitti fólk en ég er orðin ráðþrota. Þú þarft að hjálpa mér. Þetta skrifar konan til ráðgjafa Elle og bætir því við að hún hafi sent mynd af sér. 

E. Jean bjóst við að konan væri ljót en svo var ekki raunin og er hún steinhissa á vandræðum konunnar í svari sínu.

Ég kíkti á myndina af þér og og vá, þú ert falleg. Andlitið er ekki vandamálið þannig að það þarf að skoða eitthvað annað. Ég geri ráð fyrir að þú hafir kannski reynt of mikið eða þú beiðst og gerðir ekki neitt áður fyrr.

Jean fer yfir tvö ráð.

1. Menn elska hugrekki. Farðu á staði þar sem engar konur eru. Karlmenn elska þegar konur fara á staði sem þær eru vanalega ekki á.

2. Þegar dýrið er spennt sjást allir litir betur. Til þess að ná fram því besta í útliti þínu vertu viss um að þú sért með egglos. Þú sendir frá þér betri merki til væntanlegra maka og karlmönnum finnst þú meira aðlaðandi.

Konuna langar í kærasta.
Konuna langar í kærasta. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál