Hvað þýða blautu draumarnir?

Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega.
Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega. Thinkstock / Getty Images

Þótt þú sofir þýðir það ekki að kynhvötin sofi. Margir vakna upp við blauta drauma en það ætti ekki endilega að taka þá bókstaflega. Lauri Loewenberg, draumasérfræðingur og rithöfundur, mælir með því við ástralska Women’s Health að fólk skrifi niður drauma sína í dagbók. Eftir ákveðinn tíma getur fólk skoðað draumana og séð hvort það leynist einhver rauður þráður í gegnum þá sem undirmeðvitundin er að reyna koma þér í skilning um.

Hér eru sjö algengir kynferðislegir draumar og hvað má ráða úr þeim.

Kynlíf með kunningja

Þetta þýðir ekki að þú viljir halda fram hjá maka þínum með manninum í næsta húsi. Þetta þýðir einfaldlega að þú dáist að þessari manneskju. Loewenberg segir að stunda kynlíf með einhverjum í draumi gæti einfaldlega þýtt að þú viljir fá það sem hinn aðilinn á eða hefur.  

Kynlíf með yfirmanni þínum

Þetta þýðir vissulega að þú viljir komast nær yfirmanni þínum en ekki endilega á kynferðislegan hátt. Það getur til dæmis táknað að það sé mikil hugmyndafræðileg fjarlægð á milli þíns og yfirmannsins og þú viljir bæta úr því.

Reynir að finna afvikinn stað með maka þínum

Þetta getur þýtt að þú ert ekki í nógu góðu sambandi við maka þinn dags daglega. Hér gæti þurft að skipuleggja stefnumótakvöld til þess að tengjast hvort öðru í rólegheitunum.

Kynlíf á almannafæri

Athugasemd um maka þinn frá vini eða fjölskyldu getur leitt til þess að þig dreymi óþægilegan draum. Að vera berskjaldaður fyrir framan aðra getur tengst þeim tilfinningum sem vakna upp hjá þér þegar aðrir gera athugasemdir við ástarlíf þitt.

mbl.is/Thinkstockphotos

Flug

Flug í draumi tengist fullnægingu. Draumur um flug getur tengst pirringi á hvernig kynlíf þú stundar.

Kynlíf með stjörnu

Þrátt fyrir að þig dreymi kynlíf með George Clooney er draumurinn ekki endilega um Clooney sjálfan. Draumurinn gæti í raun þýtt að þú þurfir að fá að vera stjarnan í þínu eigin lífi.

Draumur um fyrrverandi

Þetta gerist alltaf öðru hverju en það þýðir ekki endilega að þú sért enn þá ástfangin af fyrrverandi maka. Þetta gæti verið eitthvað í umhverfinu sem minnir þig á hann, hann á afmæli bráðum, þú sást tíst frá honum á Twitter. Ef þig dreymir hann hins vegar oft eða draumarnir koma af því þú ert alltaf að skoða hann á netinu þá gæti eitthvað verið að núverandi sambandi þínu.

mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is

Missti 250 kíló á innan við tveimur árum

Í gær, 15:00 Í október 2016 var Juan Pedro Franco 595 kíló og komst í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera þyngsti maður í heimi. Eftir að hafa fengi gula spjaldið hjá læknum ákvað Franco að gera eitthvað í sínum málum. Meira »

Þórunn Ívars á von á barni

Í gær, 12:00 Lífsstílsbloggarinn Þórunn Ívarsdóttir á von á barni með manni sínum Harry Sampsted. Þau tilkynntu um óléttuna á samfélagsmiðlum. Meira »

Er sambandið búið ef það er ekkert kynlíf?

Í gær, 09:00 „Ég er búin að vera í sambandi með kærastanum mínum í 5 ár og eigum við eitt barn saman. Við erum mjög ólík í sambandi við nánast allt, þar með talið hversu mikinn tíma við eigum að taka frá til að sinna hvort öðru. Ég þarf nánd og umhyggju á meðan hann segist ekki þurfa á því að halda. Við erum líka nánast alveg hætt að sofa saman og mér er eiginlega orðið sama.“ Meira »

Sjö slæmar morgunvenjur

Í gær, 06:00 Það er freistandi að teygja sig í símann á morgnana og ýta á blunda og liggja svo í fósturstellingunni þangað til maður er orðinn of seinn í vinnuna. Meira »

Kaia Gerber minnti á gamla forsetafrú

í fyrradag Jackie Kennedy í Hvíta húsinu á sjöunda áratug síðustu aldar var innblástur að vetarlínu Jeremy Scott fyrir Moschino.   Meira »

Er vegan og vinnur medalíur á svellinu

í fyrradag Skautadrottningin Meaghan Duhamel tók með sér nesti á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Duhamel er búin að vera vegan í tíu ár og hefur aldrei lent í meiðslum. Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

í fyrradag Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Svona er hártískan 2018

í fyrradag Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

í fyrradag Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

í fyrradag „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

í fyrradag Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

í fyrradag Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

22.2. Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

22.2. Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

22.2. „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

22.2. „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

22.2. Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

22.2. Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

22.2. Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »