Féll fyrir kvæntum yngri manni

Ljósmynd / Getty Images

„Ég var gift, en hef nú verið skilin í eitt og hálft ár. Eftir að hafa farið á nokkur misheppnuð netstefnumót hef ég nú fallið kylliflöt fyrir giftum manni sem er 11 árum yngri en ég. Við vorum kunningjar og spjölluðum aðallega um heilsu og líkamsrækt, en hann er íþróttaþjálfari. Með tímanum urðum við nánari, þar til við eyddum töfrandi morgni saman. Ég er jarðbundin kona og hélt að ég yrði aldrei hin konan. Satt best að segja er ég furðu lostin að ég sé í þeim sporum núna,“ segir í bréfi konu sem sendi inn nafnlausa hjálparbeiðni til Guardian.

„Ég legg mig fram við að hafa aldrei sambandi við hann að fyrra bragði, en hann hefur jafnvel samband nokkrum sinnum á dag. Það sem heillar mig við hann, ef hið frábæra kynlíf er frátalið, er fallegt hjartalag hans. Við getur spjallað tímunum saman um náttúruna, börnin okkar, maka og fyrrverandi maka og lífið almennt. Ég er nú þegar svolítið ástfangin af honum, en átta mig á því að ef ég leyfi mér að falla algerlega fyrir honum leiðir það til ástarsorgar. Ég er reiðubúin að taka áhættuna, en þýðir það að ég sé einungis þarna til að fullnægja þörfunum sem konan hans getur ekki gert?“

Margir netverjar hafa lagt orð í belg til þess að liðsinna konunni, og eru svörin æði miðsjöfn. Einn sagði til að mynda:

„Móðir mín ráðlagði mér einu sinni að taka aldrei þátt í ástarþríhyrningi og það var gott ráð sem ég vildi að ég hefði farið eftir. Í þrjú ár var ég í slagtogi við mann sem átti maka. Hann stjórnaði aðstæðunum þannig að þær væru honum í hag og laug að okkur báðum. Hann sagði mér að hann vildi ekki vera með konunni sinni, en gæti ekki sagt skilið við hana þar sem hún myndi líklega fremja sjálfsvíg. Þessu lauk loksins þegar hún varð ólétt, en það kom í ljós að þau höfðu verið að reyna að eignast barn í nokkurn tíma. Á þessum þremur árum missti ég næstum geðheilsuna og það sama má segja um konuna hans. Ég missti einnig nokkra af vinum mínum, sjálfsvirðinguna, vinnuna mína og orðspor mitt. Í 99% tilfella er þriðja hjólinu kennt algerlega um hvernig fer. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig ég gat komið mér í svona ömurlegar aðstæður og hvernig ég gat leyft honum að stjórna mér og kúga mig andlega í svo langan tíma.“

Þá sagði annar:

„Ég átti eitt sinn í sambandi við kvæntan mann og blekkti sjálfa mig allt of lengi til að halda að honum væri ekki sama um mig og að hann stæði ekki bara í þessu sambandi til þess að ná mér í bólið. Eins og þú lýsir honum þykir mér líklegt að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er ótrúr og að það séu jafnvel fleiri konur en þú.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál