Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína.
Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína. mbl.is/StockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá margra barna móður sem komst nýlega að því að maðurinn hennar væri að nota fíkniefni. 

Sæll Valdimar,

Ástandið á heimili mínu hefur ekki verið upp á marga fiska mjög lengi. Maðurinn minn drekkur mikið en á dögunum komst ég að því að hann hefur verið að fá sér kókaín við og við. Aðallega um helgar þegar hann hittir vini sína. Hann segir að þetta sé ekki vandamál en ég verð að játa að þetta sló mig.

Hann hefur farið í margar meðferðir gegn áfengisfíkn sinni en svo virðist alltaf bætast ofan á eins og þessar nýjustu fréttir herma.

Ég veit þú segir við mig að ég eigi bara að skilja við hann og láta hann vita að farið hafi fé betra en einhvern veginn get ég það ekki. Við erum með fullt hús af börnum og ég treysti mér ekki til að vera ein með krakkastóðið.

Ertu með einhverja einfalda lausn fyrir mig svo ég geti lifað með ruglinu?

Kær kveðja,

Ein í bobba

 

Góðan daginn „ein í bobba“ og takk fyrir spurninguna.

Þegar kemur að vandamálum tengdum misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum eru einfaldar lausnir ekki á hverju strái. Vandinn verður margflókinn og alvarlegur þegar þörfin fyrir vímugjafa er orðin svo mikil að óheilbrigt líf og erfiðleikar í nánum samböndum eru ekki nægar ástæður til að stöðva neysluna. Um það bil einn af hverjum fimm karlmönnum og ein af hverjum tíu konum leita til SÁÁ á einhverjum tímapunkti vegna erfiðleika í tengslum við áfengisdrykkju og/eða vímuefnaneyslu. Það er því ljóst að fjölmargir eru í hlutverki aðstandenda þessa fólks og standa frammi fyrir erfiðum verkefnum og ákvörðunum hvað þessi mál varðar. Því miður verða allt of margir meðvirkir ástandinu og týna sér í hugsunum, áhyggjum og gremju yfir hegðun þeirra sem eiga við vandann að stríða. Þessu fylgir gjarnan mikið ráðaleysi og vanmáttur yfir því að stíga einhver skref.

Góðu fréttirnar eru að það eru leiðir til þess að bæta líf sitt og líða betur þrátt fyrir að ytri aðstæður breytist jafnvel ekki. Það sem ég ráðlegg öllum er að setja skýr mörk og halda sig við þau. Það felur meðal annars í sér að „segja það sem manni finnst“ og „hvað það er sem maður vill“. Það er ekki þar með sagt að aðrir verði að fara eftir því sem maður segir, en allir hafa rétt á því að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja og svo má ræða það betur hvort góð rök breyti einhverju þar um. Það getur enginn metið fyrir þína hönd hvort þú átt að fara úr sambandinu eða ekki, þú ein getur ákveðið það. Ef um ofbeldi er að ræða er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar hvað það varðar.

Ég mæli með því að þú vinnir að því að gera það sem er gott fyrir þig. Einbeitir þér að því sem skiptir þig máli og færir fókusinn af vandamálum makans eins og mögulegt er. Hann þarf að finna sína leið hvað þennan vanda varðar.

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin en um leið og þú ferð af stað kemur í ljós að leiðin er ekki eins kvíðvænleg og við erum búin að ímynda okkur. Til þess að hjálpa þér á þessari leið mæli ég til dæmis með fjölskyldunámskeiði hjá SÁÁ sem snýr að aðstandendum alkóhólista. Meðvirkninámskeið hjá Lausninni eru vettvangur sem margir nýta sér og einnig mæli ég með viðtölum hjá ráðgjafa sem þekkir til fíknitengdra vandamála og meðvirkni. Að lokum bendi ég á Al-anon samtökin sem góða leið til að viðhalda og styrkja þær aðferðir sem þú þarft að nota til þess að geta átt betra líf, hvort sem þú ákveður að vera áfram í sambandinu eða ekki.

Kær kveðja, 

Valdimar Þór Svarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

Í gær, 12:00 Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

Í gær, 09:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

Í gær, 06:00 Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

í fyrradag Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

í fyrradag Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

í fyrradag Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

í fyrradag „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

í fyrradag Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

í fyrradag „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

í fyrradag Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Allt á útopnu í 30 ára afmæli Fjölnis

16.2. Það var glatt á hjalla í Egilshöll þegar íþróttafélagið Fjölnir fagnaði 30 ára afmæli. Á afmælinu var ný skrifstofu- og félagsaðstaða vígð og var það Dagur B. Eggertsson sem gerði það. Hann tók svo þátt í gleðinni og skemmti sér með félagsmönnum. Meira »

Klippingin var skyndiákvörðun

16.2. Díana prinsessa lét hárið fjúka árið 1990 eftir myndatöku fyrir Vogue. Fáar konur í bresku konungsfjölskyldunni hafa skartað jafn stuttu hári. Meira »

Kærastinn býr enn þá hjá sinni fyrrverandi

15.2. „Ég stundaði kynlíf með ástmanni mínum í mörg ár áður en kærastan hans vissi. Nú erum við búin að vera kærustpar í næstum því heilt ár en hann býr enn þá heima hjá sinni fyrrverandi.“ Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

16.2. Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »

Ertu sambandsfíkill?

16.2. Ein tegund fíknar sem veldur því að við festumst í slíkum samböndum kallast ástarfíkn og hún er alls ekki eins óalgeng og við stundum viljum halda enda rauðar bókmenntir og bíómyndir duglegar að ýta undir þær tilfinningar sem þar fara af stað, og við erum aldar upp við það (a.m.k stelpur) að svona eigi ástin að vera í allri sinni mynd. Meira »

Fyrstu stefnumót stjarnanna

15.2. 50 ljósmyndarar biðu Amal Clooney á fyrsta stefnumóti hennar og George Clooney. Kate Hudson fór hins vegar í fjallgöngu með kærasta sínum á þeirra fyrsta stefnumóti. Meira »

Friðrik og Vigdís selja Sólvallagötuna

15.2. Við Sólvallagötu hafa Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Nú er íbúðin komin á sölu. Meira »