Barnið innra með okkur

Kristín Lilja Garðarsdóttir, sálfræðingur og uppeldisfræðingur.
Kristín Lilja Garðarsdóttir, sálfræðingur og uppeldisfræðingur.

„Við mannfólkið virðumst alloft hafa takmarkaðan skilning á okkur sjálfum, þar á meðal hugsunum okkar, tilfinningum og gerðum. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að finna fyrir alls kyns tilfinningum á lífsleiðinni. Við upplifum ýmiss konar atvik í gegnum ævina sem koma af stað tilfinningum, sumum góðum og öðrum erfiðum,“ segir Kristín Lilja Garðarsdóttir, sálfræðingur og uppeldisfræðingur, í pistli sínum: 

Mörg okkar eru hins vegar að glíma við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi sem virðast í engu eða litlu samræmi við þær umhverfisaðstæður sem við lifum við í dag. Dæmi um slíkar tilfinningar eru sífelldar áhyggjur eða ótti þó svo að ekkert slæmt sé að gerast, fullkomnunarárátta, sorg, einmanaleiki, höfnun og reiði.

Eins eru mörg okkar sem eru að glíma við hinar ýmsu fíknir og okkur skortir  skilning á því hvað liggur að baki.

Þar að auki er ekki óalgengt að við séum föst í tilteknum vítahring. Við erum að lenda síendurtekið í aðstæðum þar sem við upplifum sömu tilfinningarnar aftur og aftur, dæmi um það getur verið höfnun. Það er eins og við sækjumst í tiltekið ójafnvægi innra með okkur.

Eftir að ég sem sálfræðingur hef unnið með fólk sem er fast í vanlíðan af einhverju tagi og skoðað sögu þess eru mynstrin oft áberandi og skiljanleg. Við virðumst vera föst í tilfinningum/mynstrum sem eiga rætur í æskuna; barnið innra með okkur er fast í aðstæðum sem veldur því vanlíðan.

Börn hafa tilfinningalegar þarfir. Ein af tilfinningalegum grunnþörfum barna er að fá að tilheyra, að tengjast umönnunaraðilum. Börn vilja vera elskuð og viðurkennd fyrir það sem þau eru, sama hvernig þau eru. Sú viðurkenning þarf að vera skilyrðislaus. Börn eiga því ekki að þurfa að standa sig á tiltekinn hátt til að vera viðurkennd. Þá þarfnast börn umhverfis sem veitir þeim öryggi og stöðugleika. Börn eru einstaklega viðkvæm og það þarf lítið til að umhverfisaðstæður raski jafnvægi þeirra. 

Lífið er þó yfirleitt þannig að aðstæður barna eru ekki fullkomnar og því erum við flestöll með einhverjar byrðar innra með okkur. Umönnunaraðilar leitast að sjálfsögðu við að gera sitt besta í samskiptum sínum við börn. En saga umönnunaraðila hefur áhrif á líðan þeirra og hegðun sem síðan hefur áhrif á barnið. Umönnunaraðilar virðast oftar en ekki ala börn sín upp á þann hátt sem þeir sjálfir voru aldir upp. Þá hefur sú menning sem við búum í áhrif á ríkjandi uppeldisaðferðir. Til dæmis er ekki langt síðan fólk hér á Íslandi var að berjast við það eitt að lifa af. Markmiðið var að geta veitt börnum húsaskjól, mat og klæði. Oft var ekki svigrúm fyrir eða hugað að tilfinningalegum þörfum barna. Tíðarandinn bauð hreinlega ekki upp á það. Lykilatriði var að ala börn upp í þeim gildum að standa sig svo þau gætu séð fyrir sér. Ekki mátti hrósa börnum því þá gætu þau mögulega orðið of góð með sig og aginn var oft einstrengingslegur.

Nú á tímum höfum við hins vegar svigrúm og upplýsingar sem gerir okkur kleift að vera meðvituð um þarfir okkar og hvernig saga okkar og saga fjölskyldunnar hefur mótað okkur og í kjölfarið getum við breytt sögunni.

Oft koma tilteknar umhverfisaðstæður af stað ákveðnu tilfinningamynstri meðal barna. Til að mynda ef börn alast upp við áfengisneyslu á heimilinu upplifa mörg þeirra tilfinningar eins og óöryggi, höfnun, reiði, skömm, meðvirkni og skort á stjórn. Ef við höfum liðið skort á tilfinningatengslum (skort á ást/viðurkenningu frá umönnunaraðila) fylgja því tilfinningar eins og höfnun, fullkomnunarárátta, einmanaleiki (tilheyrum ekki), óöryggi og skortur á trausti og nánd. 

Ástæður þess að rætur liggja oft í æskunni eru líkast til þó nokkrar en hér ætla ég að nefna þrjár þeirra. 

Skortur á stjórn

Börn hafa yfirleitt takmarkaða stjórn á aðstæðum í umhverfi sínu. Þau eru háð umhverfinu en ef þeim líður illa á einhvern hátt hafa þau hvorki þroska né stjórn til að breyta aðstæðum. Til að mynda ef barn elst upp við vímuefnaneyslu foreldris/foreldra getur barn ekkert gert til að breyta þeim aðstæðum. Eins ef barn upplifir skort á tilfinningatengslum (skort á ást/viðurkenningu) er það ekki í stakk búið til að fá umhverfið til að koma til móts við þarfir þess.

Skortur á stjórn getur komið fram í nánast öllum umhverfisaðstæðum barns. Skólinn til að mynda er stór þáttur í lífi barns. Barn er fast í skólanum alveg sama hvernig því líður. Í skólanum eru gerðar kröfur um að barnið geti tileinkað sér ákveðna færni. Börn eru með mismunandi styrkleika/veikleika og bóknám hentar þeim ekki öllum. Börn sem eiga erfitt með að tileinka sér bóknám upplifa oft vanmáttarkennd sem síðan fylgir þeim áfram í lífinu. Eins er ef börn eru lögð í einelti hvort sem það er í skóla eða annars staðar þá eru þau oft og tíðum föst í þeim aðstæðum. 

Sjálfhverfa barna

Önnur ástæða fyrir því að ræturnar liggja í æskunni er sú sjálfhverfa sem tengist því hvar börn eru stödd í þroskaferlinu. Börn skortir víðsýni; að sjá heildarmyndina. Vandinn við að barnið sér sig sem nafla alheims er sá að það fer að þróa með sér ranghugmyndir ef umhverfisaðstæður koma ekki til móts við þarfir þess. Til að mynda ef að barn upplifir endurtekna höfnun upplifir barnið það sem sína sök; af því að „ég er ekki nógu góð/góður“, „það er eitthvað að mér“ – barnið sér ekki höfnunina sem vandamál umhverfisins heldur eignar sér hana. Það sér ekki að höfnunin er vegna þess að umönnunaraðilinn er mögulega ekki fær um að vera til staðar fyrir barnið á þann hátt sem barnið þarfnast, en barnið túlkar það sem barnið sjálft sé ekki nógu gott til að eiga það skilið að vera elskað.

Flótti frá tilfinningum

Til að koma í veg fyrir að óþægilegar tilfinningar festist innra með okkur þurfum við að fara í gegnum þær alveg sama á hvaða aldri við erum. Ef að við verðum fyrir áfalli, eins og til að mynda missi nákomins ættingja, erum við mannfólkið þannig gerð frá náttúrunnar hendi að okkur er ætlað að vera í þeim sársauka sem við erum að upplifa í tengslum við áfallið; við þurfum hreinlega að vera í þeim erfiðu tilfinningum sem fylgja áfallinu til að losa þær út úr kerfinu. Slíkt hið sama á við um börn. Það getur þó verið einstaklega erfitt fyrir börn í ljósi þess að þau geta síendurtekið verið föst í aðstæðum sem þeim líður illa í. Í ofanálag, eins og fyrr segir, eru börn viðkvæmir einstaklingar; þau þola mun minni tilfinningalegan sársauka heldur en þau okkar sem eru fullorðin. Til að barn geti lifað af í aðstæðum sem reynast því erfiðar þróar barnið með sér varnir. „Partur“ innra með barninu tekur hluta af sársaukanum (tilfinningunum) frá barninu til að það geti „lifað af“. Á þann hátt er líklegra að barnið geti lifað af í aðstæðum sem það höndlar ekki. Slíkur flótti (ótti) frá tilfinningum getur verið  nauðsynlegur fyrir barnið. Vandinn er hins vegar sá að ef slíkar varnir hafa þróast innra með okkur í æsku þá fylgja þær okkur yfirleitt áfram fram á fullorðinsár og valda því að við höldum áfram að vera hrædd við þær tilfinningar sem búa innra með okkur. Kerfið okkar finnur ýmsar leiðir til þess að „barnið innra með okkur“ finni ekki of mikinn sársauka. Flótti frá tilfinningum getur einnig komið  fram í fíknum. Ekki er óalgengt að fíknir byrji strax í æsku en þær geta umbreyst í aðrar fíknir á unglings- og fullorðinsárum.

Saga fólks hefur ekki einungis áhrif á þróun varna heldur hefur menningin einnig áhrif. Það er ekki langt síðan að tilfinningar voru litnar hornauga hér á landi. Dæmi um menningarlegar varnir eru frasar eins og „lífið heldur áfram“, „það þýðir ekki að dvelja við þetta“, „þetta er búið“. Varnirnar koma einnig fram í kynbundnu samhengi. Það er eins og kvenkynið hafi frekar leyfi til að vera í tilfinningum heldur en karlkynið og oft í neikvæðri merkingu, eins og ekki gráta eins og stelpa, stórir strákar gráta ekki. Sem vísar til þess að drengir hafi ekki leyfi til að vera tilfinningaverur. Þetta eru þó allt varnir sem fara vonandi að líða undir lok.

Að mínu mati er mikilvægt og jafnframt áhugavert að skoða barnið innra með okkur en varnir koma oft í veg fyrir að við skyggnumst inn á við og skoðum sögu okkar í tilfinningalegu samhengi. Varnirnar geta komið í veg fyrir að við náum að kynnast okkur sjálfum. Þar að auki hafa þær tilfinningar og varnir sem sitja fastar í barninu innra með okkur þau áhrif að við erum oft föst í óheilbrigðum mynstrum (við sækjum í aðstæður sem eru slæmar fyrir okkur). Að sama skapi bitna tilfinningarnar og varnirnar á líðan okkar og samskiptum við annað fólk. Fyrsta skrefið í átt að tilfinningalegri vellíðan eða breyttum lífsmynstrum er að horfast í augu við þær tilfinningar sem búa innra með okkur.       

mbl.is

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

Í gær, 12:00 Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

Í gær, 09:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

Í gær, 06:00 Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

í fyrradag Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

í fyrradag Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

í fyrradag Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

í fyrradag „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

í fyrradag Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

í fyrradag „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

í fyrradag Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Allt á útopnu í 30 ára afmæli Fjölnis

16.2. Það var glatt á hjalla í Egilshöll þegar íþróttafélagið Fjölnir fagnaði 30 ára afmæli. Á afmælinu var ný skrifstofu- og félagsaðstaða vígð og var það Dagur B. Eggertsson sem gerði það. Hann tók svo þátt í gleðinni og skemmti sér með félagsmönnum. Meira »

Klippingin var skyndiákvörðun

16.2. Díana prinsessa lét hárið fjúka árið 1990 eftir myndatöku fyrir Vogue. Fáar konur í bresku konungsfjölskyldunni hafa skartað jafn stuttu hári. Meira »

Kærastinn býr enn þá hjá sinni fyrrverandi

15.2. „Ég stundaði kynlíf með ástmanni mínum í mörg ár áður en kærastan hans vissi. Nú erum við búin að vera kærustpar í næstum því heilt ár en hann býr enn þá heima hjá sinni fyrrverandi.“ Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

16.2. Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »

Ertu sambandsfíkill?

16.2. Ein tegund fíknar sem veldur því að við festumst í slíkum samböndum kallast ástarfíkn og hún er alls ekki eins óalgeng og við stundum viljum halda enda rauðar bókmenntir og bíómyndir duglegar að ýta undir þær tilfinningar sem þar fara af stað, og við erum aldar upp við það (a.m.k stelpur) að svona eigi ástin að vera í allri sinni mynd. Meira »

Fyrstu stefnumót stjarnanna

15.2. 50 ljósmyndarar biðu Amal Clooney á fyrsta stefnumóti hennar og George Clooney. Kate Hudson fór hins vegar í fjallgöngu með kærasta sínum á þeirra fyrsta stefnumóti. Meira »

Friðrik og Vigdís selja Sólvallagötuna

15.2. Við Sólvallagötu hafa Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Nú er íbúðin komin á sölu. Meira »