Fimmtug, fráskilin og hugsanlega ókynhneigð

Ljósmynd / Getty Images

„Ég er að nálgast fimmtugt, fráskilin, einstæð móðir. Ég hef lítinn áhuga á kynlífi, en langar að eiga lífsförunaut. Ég veit ekki hvort ég er ókynhneigð, og veit varla hvort ég hafi áhuga á konum eða körlum. Ég veit enn síður hvernig ég á að komast að því. Ég vil þó ekki vera ein lengur,“ segir í bréfi konu sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Það er fullkomlega eðlilegt að vilja eiga í sambandi þar sem kynlíf skiptir litlu máli, og reyna með virkum hætti að finna einhvern sama sinnis. Það eru tvímælalaust einstaklingar þarna úti sem eru sama sinnis og þú,“ svaraði ráðgjafinn um hæl.

„Þú verður líklega að leggja þig fram við að finna félaga, hvort sem það er með því að fara á fleiri stefnumót eða blanda meira geði við fólk. Það er aldrei auðvelt, og getur jafnvel valdið særindum. Eftir því sem þú hittir fleiri einstaklinga, hvort sem það eru karlar eða konur, sem einnig eru að leita að félagsskap, muntu læra meira um sjálfa þig. Þar með talið kynhneigð þína. Þetta hefst ekki ef þú einangrar þig, svo jafnvel þótt þú berir ábyrgð á barni verður þú að breyta lífstíl þínum svo hann geti boðið upp á persónuleg sambönd. Fólk sem leggur það á sig að finna félaga með svipað hugarfar kemst gjarnan að því að kynlífslöngun þess eykst í takt við aukið traust og nánd. Ég vildi að það væri einföld lausn á þessu, en svo er ekki. Vertu hugrökk.“

Ekki hafa allir áhuga á kynlífi, þótt þeir vilji finna …
Ekki hafa allir áhuga á kynlífi, þótt þeir vilji finna sér lífsförunaut. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál