Góð ráð til þess að koma í veg fyrir skilnað

Mörg hjónabönd enda með skilnaði.
Mörg hjónabönd enda með skilnaði. mbl.is/Thinkstockphotos

Það þykir jafnvel skrítið ef helmingurinn af vinahópnum er ekki búinn að skilja að minnsta kosti einu sinni fyrir fertugsafmælið. Það hugsar ekkert par á leið upp að altarinu að eftir sex ár muni það vera að skilja. Woman's Day tók saman nokkur góð ráð sem geta minnkað líkur á skilnaði. 

Verið saman í að minnsta kosti þrjú ár fyrir brúðkaupið

Rannsóknir sýna að það er gott að vera saman í nokkur ár fyrir stóra daginn. Hinsvegar mega ekki líða of mörg ár þá aukast líkur aftur á skilnaði. 

Vertu orðin 23 ára

Rannsókn sýndi fram á aðeins 30 prósent líkur á skilnaði ef að fólk beið með stórar skuldbindingar eins og hjónaband eða að búa saman fram yfir 23 ára aldurinn. 

Finndu einhvern sem er nálægt þér í aldri

Því meiri aldursmunur því meiri líkur á skilnaði. 

Ekki eyða peningunum í stóra hringa

Og ekki heldur í rándýra brúðkaupsveislu. Því meira sem þú eyðir í brúðkaupið því líklegra er að þú skiljir. Það sama á við dýra hringa.

Góð samksipti getur verið galdurinn í samböndum.
Góð samksipti getur verið galdurinn í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Finndu heilbrigðan og léttlyndan mann

Rannsókn frá University of Chicago komst að því að góður persónuleiki og góð heilsa karlmanna séu mjög mikilvægir þættir þegar kemur að því að láta sambönd endast. Það sama gildir hinsvegar ekki um konur. 

Góð samskipti

Flest vandamál í hjónaböndum er hægt að leysa í gegnum opin og góð samskipti.

Deilið með ykkur húsverkum

Makar sem taka til hendinni á heimilinu stunda betra kynlíf. Betra kynlíf þýðir betra samband. 

Halda neistanum gangandi

Rannsókn sýnir fram á að konur sem halda framhjá, sérstaklega þær sem eru á milli 35 og 45 ára, gera það vegna þess að það vantar kynlíf og ástríðu í hjónabandið. 

Finnið ykkur sameiginlegt áhugamál

Það er vænlegt að hjón eigi sér sameiginleg áhugamá, deili sömu lífssýn eða séu með svipaðan bakgrunn. 

Það er hægt að beita ýmsum ráðum til að koma …
Það er hægt að beita ýmsum ráðum til að koma í veg fyrir skilnað. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál