Heldur fram hjá á samfélagsmiðlum

Konan notar vefmyndavél þegar hún spjallar við manninn á netinu.
Konan notar vefmyndavél þegar hún spjallar við manninn á netinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ástin er á samfélagsmiðlum eða að minnsta kosti hjá konu sem leitaði til ráðgjafa Elle eftir að hafa fallið fyrir ókunnugum manni á Facebook.

Kæra E. Jean. Nýlega sendi mjög myndarlegur maður mér (köllum hann hr. F) vinabeiðni á Facebook. Vanalega er mér sama um einhverja menn sem ég þekki ekki, en þessi maður var heitur og ég var heltekin um leið og ég sá myndirnar hans. Við spjölluðum á Facebook og nú erum við að tala saman með vefmyndavél og döðrum eins og brjálæðingar. Hann segist vera að falla fyrir mér. Vandamálið er að hann er tyrkneskur og býr í Istanbúl á meðan ég bý í Bandaríkjunum og á kærasta sem ég hef verið með í fimm ár. En ég get ekki hætt að hugsa um hr. F. Ætti ég að fara frá kærastanum mínum og fljúga til Istanbúl?

Ráðgjafinn hefur ekkert móti því að konan eigi í eldheitu spjalli við manninn á netinu til þess að komast að því hvort hún kunni við manninn. Hún vonar samt fyrir hönd konunnar að maðurinn sé ekki að nota hana til þess að fróa sér á meðan spjallinu stendur.

Ef herramaðurinn óskar eftir að hitta þig verður hann að hætta í tölvunni og fljúga hingað. Á meðan mun hann biðja um peninga. Þú munt fá meiri virðingu og aðdáun frá öllum konum með því að segja að peningar séu ekki í tísku í Bandaríkjunum. Nú kemur að kærasta þínum. Þú varst heppin að hafa fundið einhvern sem þú gast verið með í fimm ár. En ráðgjafinn segir henni að nú verði hún að finna hugrekkið og halda áfram og enda þetta. 

Rómantíkin er á samfélagsmiðlum.
Rómantíkin er á samfélagsmiðlum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál