Er einfalt að treysta?

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við lendum öll í því að vera svikin með einhverjum hætti í heimi hér, en það að velja að treysta mannkyninu og lífinu þrátt fyrir allt er vitsmunaleg ákvörðun.  Ákvörðun sem tekin er og valin vegna þekkingar á breyskleika mannlegs eðlis og samúðar með því, en ekki vegna einfeldni eins og sumir gætu haldið fram,“ segir Linda Baldvinsdóttir í sínum nýjata pistli: 

En er alltaf svo auðvelt að taka vitsmunalega ákvörðun og treysta þegar búið er að stinga okkur í bakið eða við svikin með einhverjum hætti?

Nei auðvitað er það oft erfitt og stundum eigum við hreinlega ekki að treysta ef það getur skaðað okkur með einhverjum hætti eða rýrt lífsgæði okkar.

Þar sem farið er á bak við okkur af aðilum sem við eigum að geta treyst aftur og aftur ætti að segja okkur að halda okkur frá þeim og passa okkur sjálf.

Því miður veljum við þó stundum að treysta aftur og aftur aðilum sem ekki vilja okkur vel, verðum svo í kjölfarið fyrir sí endurteknum vonbrigðum og svikum.

Þau svik fylla okkur tilfinningum eins og vanmætti, reiði og biturleika sem við göngum svo um með í allt of langan tíma okkur til skaða. Þessar tilfinningar rýra síðan lífsgæði okkar verulega vegna þess að við tökum minni áhættur í lífinu, setjum okkur jafnvel inn í öryggisbox sem hefta það gleðiríka og fallega sem lífið gæti fært okkur ef við bara gætum treyst. 

Það er í raun ekki fyrr en að við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt eign það er að hafa traust til lífsins sem við getum tekið þá ákvörðun að treysta þrátt fyrir að hafa upplifað svikin og blekkingarnar. Því að aðeins með traustið að vopni getum við haldið áfram göngunni með opið hjarta í gleði og eftirvæntingu til lífsins og framtíðarinnar.

Það er nefnilega svipað lögmál sem gildir um traust og frelsi, hvorutveggja er einfaldlega svo nauðsynlegt að hafa í farteskinu svo að við getum skapað og lifað lífinu til fulls.

Og enginn er frjáls né nýtur lífsins til fulls sem ekki treystir lífinu til að gefa sér það góða.

Látum Lífið og fólk ekki beygja okkur né gera okkur full af beiskju elskurnar, horfum heldur á það fólk og þær stundir þar sem við getum treyst því að fallega sé fram við okkur komið. .

Gleðilegan þjóðhátíðardag elskurnar!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál