Hvernig fæ ég hann til að gista ekki?

Konurnar vilja að mennirnir fari heim eftir kynlífið.
Konurnar vilja að mennirnir fari heim eftir kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos

Nútímakona leitar til ráðgjafa Elle vegna vandamáls sem hún og vinkonur hennar eru allt í einu að upplifa. En mennirnir sem þær eru að hitta vilja ekki fara heim til sín eftir að þær hafa stundað kynlíf með þeim. 

Kæra E. Jean. Við einhleypu vinkonurnar viljum vita af hverju menn sem við hittum gista eftir kynlíf í stað þess að klæða sig og fara eins og menn eiga að gera. Við höfum reynt að finna hina fullkomnu leið til þess að fá þá til að fara án þess að glata þeim að eilífu, en við finnum ekki réttu orðin. Þrátt fyrir að við kunnum mjög vel við mennina viljum við ekki stofna fegurðarblundinum í hættu vegna faðmlaga eða hrota. Plús það að við erum vinnandi konur, við viljum geta stokkið upp úr rúminu, drukkið grænan safa, gert pilates og farið í vinnuna, ekki þykjast borða egg, beikon og ristað brauð í morgunmat.

Er þetta nýtt fyrirbæri? Ég man ekki eftir þessu þegar ég var 22. Er þetta vegna þess að rúmin okkar eru betri en þeirra? Eða vegna þess við höfum efni á góðum dúnsængum? Eða erum við bara of girnilegar núna?

E. Jean vill ekki meina að það séu sængurnar sem heilli mennina heldur eru menn í dag orðnir eins og konur voru áður. Hún er því með nokkur góð ráð fyrir konurnar sem vilja fá að sofa í friði.

1. Þegar þið hittist í kvöldmat á veitingastað, heilsaðu honum með kossi og segðu: „Ég get ekki leyft þér að halda mér vakandi of lengi, það er skóli á morgun.“ Þetta virkar sérstaklega vel á menn sem eru í skóla, eða menn sem halda að þeir séu það.

2. Þegar þið komið heim og farið inn í svefnherbergi og þú tekur hann úr jakkanum hvíslarðu: „Vegna þess að þú þarft að fara svo snemma í kvöld ég vonast til þess að sjá þig næsta laugardag.“ Svona líður honum ekki eins og druslu.

Þetta er erfiður heimur fyrir karlmenn. Þeir yngri hafa verið ofdekraðir af ryksugandi mæðrum. Til þess að virka almennilega gætu þeir þarfnast meiri faðmlaga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það kemst í tísku að nýi maðurinn vilji gista. Hin mikla Colette skrifaði um þetta fyrir nærri því hundrað árum þegar hún lýsti einum mest töfrandi manni bókmenntasögunnar, Chéri, sem snéri aftur til hjákonu sinnar af því að hann gat ekki sofið við hlið grönnu eiginkonunnar sinnar. Hjákonan, Léa gerði pláss fyrir hann eins og móðir dýrs.

Konurnar vilja ekki verða fyrir truflunum á nóttinni.
Konurnar vilja ekki verða fyrir truflunum á nóttinni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál