Kostir stjörnumerkjanna í bólinu

Hrúturinn er bæði djarfur og hvatvís.
Hrúturinn er bæði djarfur og hvatvís. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er margt sem hefur áhrif á það hvernig kynlíf maður stundar en persónuleiki fólks spilar þar stórt hlutverk. Margir vilja trúa því að persónuleiki okkar stjórnist að einhverju leyti af því í hvaða stjörnumerki við fæddumst í. Stjörnuspekingurinn Matthew Currie fór yfir með Women’s Health hvað stjörnumerkin segja um það hvernig við stöndum okkur í bólinu.

Hrúturinn - 21. mars til 19. apríl

Hrúturinn er þekktur fyrir að vera djarfur og hvatvís. „Þú getur yfirleitt treyst á það að hrúturinn skemmti þér vel í bólinu af því þeir eru frekar markmiðsbundnir,“ segir Currie. Með því að segja hvað þú vilt áttu gott í vændum.

Nautið - 20. apríl til 20. maí

Nautið er í eðli sínu ástríðufullt og er yfirleitt sérfræðingur í að setja tóninn fyrir kynlíf. Sem sagt það þarf ekki mikið til til þess að koma nautinu í gírinn sem getur verið æsandi fyrir maka nautsins.

Tvíburinn - 21. maí til 20. júní

Tvíburinn er þekktur fyrir að vera klár og vel máli farinn sem þýðir að hann er góður í dónatali. „Tvíburinn er frábærir í að tala dónalega, hlusta á draumóra maka síns og segja frá sínum,“ segir Currie. En tvíburinn á einnig að vera góður í að láta draumórana verða að veruleika.

Krabbinn - 21. júní til 22. júlí

Krabbinn er mjög tilfinningaríkur og eyðir miklum tíma í að vernda sjálfan sig. Þetta þýðir að það tekur hann aðeins lengri tíma í að koma sér í gírinn. „En vegna þess að hæg byrjun getur leitt til rosalegrar fullnægingar og virkilega heitrar og tilfinningaríkrar tengingar er það yndislegt, yndislegur eiginleiki sem þú getur nýtt þér,“ sagði Currie.

Ljónið - 23. júlí til 22. ágúst

Ljónið elskar drama og hvatvísi. Það þýðir smá hlutverkaleikur, undirföt, kertaljós og mikil rómantík. Því meira því betra gildir fyrir ljónið.

Meyjan - 23. ágúst til 22. september

Meyjan er sérstaklega góð í að hugsa vel um fólk það sama á við í kynlífinu, sérstaklega þegar meyjan er tilfinningatengd kynlífsfélaga sínum. Currie lýsir meyjunni sem algjörri kynlífsvél í þessum aðstæðum.

Vogin - 23. september til 22. október

Vogin er oft nefnt sem sambands stjörnumerkið og hugsar oft meira um sambandið en hin venjulega manneskja. Hún leggur því hart að sér að finna hvað makanum finnst gott.

Sporðdrekinn - 23. október til 21. nóvember  

Í stjörnumerkjaheiminum stundar sporðdrekinn kynþokkafyllsta kynlífið. Currie segir sporðdreka vera tilfinningamiklar verur og einbeita sér einstaklega vel að maka sínum. Hann segir þá einnig vera mjög góða í munnmökum.

Bogamaðurinn - 22. nóvember til 21. desember

Bogamaðurinn er áhyggjulaus sem gerir það að verkum að hann skilur oft fleiri eftir í ástarsog en hann ætlar. „Þeir eiga það til að nota kynlíf eins og kappleik, á góðan hátt,“ sagði Currie. Það getur þýtt besta fullnægingin eða lengstu samfarirnar.

Steingeitin - 22. desember til 19. janúar

Steingeitin kemur stundum stíf fyrir og eins og hana langi ekki í bólið. En eins og steingeitin veit þá er það bara gríma sem hún situr upp. Þegar steingetin fer af stað þá einbeitir hún sér að fullnægingu maka síns, rétt eins og hún væri í prófi.

Vatnsberinn - 20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn er hálfgert furðufyrirbæri, hann getur virkað pínu skrítinn. En þetta þýðir að hann er alltaf tilbúinn í eitthvað nýtt, spennandi og jafnvel eitthvað skrítið.

Fiskurinn - 19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn á sér mjúka og tilfinninganæma hlið og sýnir öðrum mikla samkennd. „Þetta lætur þig vera góðan í að finna út hvað maka þínum finnst gott í kynlíf án þess að hann þurfi að útskýra það of mikið eða of oft,“ sagði Currie. 

Vatnsberinn er alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi.
Vatnsberinn er alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál