Nuddið leiddi til kynlífs

Konan er ekki með samviskubit vegna framhjáhaldsins.
Konan er ekki með samviskubit vegna framhjáhaldsins. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitaði til Deidre ráðgjafa The Sun eftir að hún stundaði kynlíf með vini eiginmanns síns sem ætlaði bara að nudda hana. 

Þetta var það síðasta sem ég ætlaði mér. Ég er 31 árs og gift góðum manni, en hann hefur verið fjarlægur upp á síðkastið og það hefur verið afar lítið kynlíf. Hann er líka 31 árs og við höfum verið gift í sjö ár.

Vinur eiginmanns míns var eitt sinn nuddari og bauðst til þess að hjálpa mér þegar ég meiddi mig í fætinum. Hann er 29 ára og á engan maka eins og stendur þannig við bjóðum honum stundum í mat. Þetta kvöld fékk eiginmaður minn símtal frá vinnunni vegna neyðartilviks og vissi að hann þyrfti að fara um kvöldið. En við vildum ekki hætta við matinn þannig við ákváðum að vinur hans kæmi samt. Við borðuðum kvöldmatinn og svo fór maðurinn minn á fund sem var klukkutíma í burtu. Ég og vinurinn vorum að tala saman og ég sagði honum að ég ætti í vandamáli með fótinn á mér. Sjúkraþjálfarinn minn ráðlagði mér að gera einhverjar æfingar en þrátt fyrir það var mér enn illt í fætinum.

Hann stakk upp á því að nudda fótinn svo við opnuðum svefnsófann og ég lagðist niður með fæturna bera. Nuddið var mjög gott og ég hafði ekki verið svona slök lengi. Hann sagði að allur líkami minn væri stífur og færði hendurnar smám saman upp. Ég held ég hafi gefið frá mér ánægjustunu og það hafi hvatt hann. Nuddið varð mjög ákaft og hann sagði að það mundi verða betra ef ég væri ekki í fötum. Svo ég fór úr þeim. Það leiddi til ótrúlega góðs kynlífs, ég hef ekki stundað svoleiðis í mörg ár. Ég ætlaði mér ekki að halda framhjá en á undarlegan hátt finn ég ekki fyrir sektarkennd. Ég veit bara ekki hvernig ég á að halda áfram.

Deidre segir konunni hinsvegar að það fari eftir því í hvaða ástandi hjónabandið sé.

Ef þú elskar eiginmann þinn sem þú segir að sé góður maður, væri gáfulagt af þér að segja þessum manni að það sem gerðist var ekki í lagi og muni ekki gerast aftur. Síðan passarðu að forðast að vera ein með honum þegar eiginmaður þinn býður honum í heimsókn.

Það að stunda ekki kynlíf getur auðveldlega orðið að ávana. Talaðu við eiginmann þinn. Segðu honum að þú saknir þess að vera nálægt honum eins og þið voruð áður fyrr. Farðu líka gaumgæfilega yfir samband þitt. Eru þið að eyða nógu mörgum ánægjustundum saman? Eða lifið þið sitthvoru lífinu og gerið sjaldan eitthvað saman sem par?

Maðurinn bauðst til að nudda konuna.
Maðurinn bauðst til að nudda konuna. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Eliza fór að ráðum Smartlands

18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

María Sigrún á von á barni

10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

08:00 Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Í gær, 23:59 „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

í gær Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilistrendin 2018

Í gær, 21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í gær Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í gær Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

í gær Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

í gær Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í fyrradag Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

15.1. Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

15.1. Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

15.1. Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

15.1. Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

14.1. Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »