Ættleiddur og giftist óvart systur sinni

Hjónin voru yfir sig ástfangin þar til þau fóru að …
Hjónin voru yfir sig ástfangin þar til þau fóru að leita af líffræðilegu mæðrum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitar ráðgjafa The Sun vegna þess að hann komst að því að ástin í lífi hans er í raun systir hans.

Kæra Deirdre.

Ég vissi snemma að ég væri ættleiddur. Ég elska auðvitað fósturforeldra mína en mér leið samt alltaf smá útundan. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég kynntist stelpu á hárgreiðslustofu. Hún var fimm árum yngri en ég og hún sagði mér að hún væri einnig ættleidd. Allt varð strax betra þegar ég kynntist einhverjum sem hefur upplifað það sama og ég. Ári seinna giftum við okkur og eigum nú þriggja ára son saman.

Eins og algjör bjáni þá ákvað ég að það vantaði eitthvað í lífið mitt og fór að leita að blóðmóður minni. Síðan hvatti ég konuna mína til hins sama. Ég sagði henni að við gætum gert þetta saman. Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við á sama rotna staðnum, við komumst að því að við ættum sömu móðurina.

Konan mín flutti út með son okkar sama dag. Henni fannst hún vera skítug að innan. Ég reyndi að sannfæra hana um það að við værum ennþá sama fólkið en hún hlustar ekki og kennir mér um allt. Nú erum við skilin og hún hefur tekið son okkar með sér. Ég er að berjast fyrir því að fá að sjá hann aftur.

Ég veit að ég er að drekka og mikið áfengi en ég er athlægi og ég verð að deyfa sársaukann einhvern veginn.

Deirdre segist vorkenna manninum mikið og minnir hann á að þetta sé engum að kenna.

Kona þín vill kenna einhverjum um þetta og það er mjög rangt af henni að setja alla sökina á þig. Ég ætla að giska á að hún sé aðeins að reyna að vernda son ykkar frá sannleikanum en hún  getur auðvitað ekki endurskrifað skeðan hlut fyrir hann.

Ég skil að það sé freistandi að grípa í áfengið en það mun ekkert hjálpa þér í baráttu þinni um að  fá að vera partur af lífi sonar þíns. Í staðin ætla ég að stinga upp á því að þú farir til sálfræðings og fáir almennilega ráðgjöf.

Eins og staðan er núna skaltu bara taka einn dag í einu.

Nú eru þau systkin skilin og þarf hann að berjast …
Nú eru þau systkin skilin og þarf hann að berjast fyrir því að sjá son sinn. Mbl.is/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál