Mataræði karla sem heillar konur

Það skiptir máli hvað maður borðar.
Það skiptir máli hvað maður borðar. mbl.is/Thinkstockphotos

Konur heillast frekar af karmönnum sem borða mikið af ávöxtum en þeim sem borða einföld kolvetni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn samkvæmt Buisness Insider

Það er því ekki endilega rakspírinn eða svitalyktareyðirinn sem heillar konurnar heldur mataræðið. Í rannsókninni voru karlmenn látnir svitna í bómullarbolum og konurnar sem tóku þátt þefuðu síðan af bolunum. 

Í ljós kom að konur sem kusu frekar þá sem höfðu borðað mikið af ávöxtum og grænmeti en þá sem borðuðu aðallega einföld kolvetni. 

„Við höfum vitað í svolítinn tíma að lykt er mikilvægur þáttur í hyllingu, sérstaklega hjá konum,“ sagði Ian Stephen, prófessor við Macquarie-háskólann í Ástralíu. „Konur komust í rauninni að því að menn sem borðuðu grænmeti lyktuðu betur.“ 

Það getur því verið nauðsynlegt fyrir þá sem vilja heilla dömurnar upp úr skónum á dansgólfinu að passa hvað þeir borða. 

Ætli þessi maður hafi verið duglegur að borða grænmetið og …
Ætli þessi maður hafi verið duglegur að borða grænmetið og ávexti? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál