Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

Andlitseinkenni geta gefið til kynna mikilvægar upplýsingar.
Andlitseinkenni geta gefið til kynna mikilvægar upplýsingar. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlar og konur með stutt og breitt andlit hafa tilhneigingu til þess að vera með sterkari kynhvöt en fólk með annars konar andlitsfall. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Eurekalert greinir frá. 

Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að ákveðin sálfræðileg og hegðunareinkenni passa við ákveðin andlitseinkenni. Þeir karlmenn sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að vera teknir sem ágengir, ríkjandi, siðlausir og laða frekar að sér kynlífsfélaga til styttri tíma en þeir sem eru með grennra og langleiddara andlit. 

Í ljós kom í fyrrnefndri rannsókn að þeir menn sem voru með kassalagað andlit voru ekki bara með hærri kynhvöt heldur einnig móttækilegri fyrir tilviljunarkenndu kynlífi og íhuguðu frekar að vera ótrúir maka sínum. 

„Þessar niðurstöður benda til þess að andlitseinkenni geta gefið til kynna mikilvægar upplýsingar varðandi kynhvöt,“ sagði Steven Arnocky, aðalrannsakandinn. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál