Er sambandið þitt í hættu?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi er með góð sambandsráð. mbl.is/Árni Sæberg

„Flest viljum við eiga falleg og góð sambönd og erum tilbúin að leggja heilmikið á okkur til að gera þau eins dásamleg og hægt er. Stundum er þó eins og okkur takist ekki að ná þessu takmarki okkar þrátt fyrir góðan vilja, og því eru skilnaðir kannski eins tíðir og raun ber vitni,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

En hvað þarf til að sambönd geti átt sér farsælt líf í gleði fyrir báða aðila?

Eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér að frátöldu því sem ég veit af eigin reynslu þá er það þannig að við þurfum að vera dugleg að skoða og bæta samböndin okkar dag frá degi og líta aldrei á það sem sjálfsagðan hlut að hafa manneskju við hlið okkar sem elskar okkur og vill lifa lífinu með okkur. Og ef við skoðum grunnstoðir sambanda þá eru nokkur atriði sem skipta meira máli en mörg önnur og mig langar að benda á nokkur þeirra hér.

En munum að ástartungumálin eru nokkur og ekki víst að báðir aðilar falli inn í sama flokk þar.

Yfirleitt er talað um að þessi ástartungumál séu fimm talsins, gjafir, snerting, þjónusta, orð og gæðastundir.

Afar mismunandi er hvað af þessu á við maka okkar. Ég hvet alla til að kynna sér ástartungumál maka síns og sjá hvað af þessu gleður hann mest, held að það gæti forðað mörgum skilnaðinum (hægt er að finna próf á netinu sem hjálpa ykkur að finna ykkar tungumál).

Traust, vinátta, skuldbinding, samræður og tilfinningaleg viðtaka eru grunnstoðir þess að sambönd virki eðlilega, og í heilbrigðum samböndum er ástin tjáð reglulega frá báðum aðilum með ýmsum hætti. Auðvitað eru táningaformin misjöfn en í flestum tilfellum er ástin tjáð með tíðum faðmlögum, innilegum orðum, nánd í kynlífi og fleira. Eins reyna pörin yfirleitt að finna sér sameiginleg markmið og áhugamál sem þau geta sinnt í sameiningu og þau taka þátt í lífi hvert annars í gleði þess og sorg. Báðir aðilar geta oftast sett sig í spor hins og séð hlutina frá hans eða hennar sjónarmiði og þeir ræða málin þar til lausn er fundin.

Þeim tekst vel að greiða úr flækjum og erfiðleikum sambandsins og finna málamiðlun sem leysir úr flækjum sambandsins. Þeir hvetja hvor annarstil að vaxa og dafna, og standa við hlið hvor annars í blíðu og stríðu. Þeir veita hvor öðrum frelsi og virða mörk hvor annars. Þeir eru verndandi á sambandið og tala fallega og af stolti um hinn aðilann.

Báðir aðilar sambandsins gera sér grein fyrir því að það þarf að næra sambandið með ýmsu móti svo að það dafni vel og þeir framkvæma það sem til þarf til að gera sambandið sterkara og sterkara með hverju nærandi augnabliki sem þeir setja inn í það.

Gott ráð til að viðhalda rómantíkinni er til dæmis að hafa sérstök deitkvöld einu sinni í mánuði eða oftar og svo eru óvæntar gjafir og uppákomur yfirleitt vinsælar ásamt mörgu öðru sem gleðja annan aðilann eða báða.

En þegar samböndin eru komin á þann stað að þau gleðja ekki heldur valda vanlíðan eru eftirtalin atriði allt of oft til staðar.

Samræðurnar eru fylltar hæðni, biturleika og neikvæðni. Útásetningar og neikvæðni varðandi persónuleika makans eru tíðar og jafnvel fullar fyrirlitningar. Allt of oft er gripið til varna og reiðiköst notuð, og allt of algengt er að aðilarnir kenni hvor öðrum um að allt sé í ólagi í sambandinu. Jafnvel virðist stundum vera eins og aðilar sambandsins séu hvor í sínu liðinu og ætli sér að vinna stríðið með góðu eða illu í stað þess að horfa á sig sem samherja sem leita í sameiningu að lausn. Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smá saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu.

Vanliðan er algeng og líkamleg einkenni fara að láta bera á sér með tilheyrandi kvíðatengdum tilfinningum og depurð. Sjaldan takast tilraunir sem gerðar eru til að laga sambandið eða sem ætlað er að draga úr spennu, og ekki finnast lausnir og málamiðlanir.

Ef þú kannast við eitthvað af þessum erfiðu atriðum hér að ofan þá er spurning um að fara að skoða málin af festu og finna rétta aðstoð svo að hægt sé að skipta þessum leiðindum út fyrir betri og næringarríkari nálgun ef mögulegt er. Og það er hægt að gera svo margt til að næra sambandið, og með ákveðni er hægt að bæta inn í sambandið dag hvern litlum atriðum sem geta svo sannarlega gert kraftaverk. Atriðum eins og að: Sýna oftar væntumþykju, aðdáun, atlot, vera óspar/spör á ástarorð, senda falleg skilaboð eða skrifa falleg orð á blað. Snúa að makanum í stað þess að snúa frá honum, hlusta á makann án þess að grípa stöðugt til varna og fara í mótþróa. Leysa síðan í vinsemd úr vandamálunum með því að leita leiða til að bæta ástandið, gera fallega og skemmtilega (óvænta) hluti saman og byggja þannig upp framtíð þar sem tilfinningaleg opnun, faðmlög, jákvæðni, kossar og velvild ráða ríkjum.

Uppskeran gæti komið verulega á óvart og hver veit nema þið gætuð bara lifað happily ever after. Stundum þarf þó að fá þriðja aðila (ráðgjafa) inn í málin þegar þau eru komin á erfiðan stað og ég hvet pör eindregið til þess að leita aðstoðar fyrr en seinna. Rannsóknir sýna nefnilega að pör eru að koma í ráðgjöf þegar allt er orðið um seinan, og ef ég man rétt þá að meðaltali um 6 árum of seint. Svo ekki bíða og ekki gera ekki neitt. Það er yfirleitt ekkert grænna grasið hinum megin við hólinn, og líklega tækjum við hvort sem er skapgerðabrestina okkar og alla sætu gallana með inn í næsta samband og þyrftum þá hvort sem er að vinna úr þeim þar. Miklu betra að gera þetta bara núna, það er ekki eftir neinu að bíða!

mbl.is

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

11:00 Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Er algjör töskuperri

06:00 Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

Í gær, 22:00 Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

Í gær, 21:00 Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

Í gær, 19:00 Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Fermingargjafir sem breyta

í gær Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

í gær Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Missirinn blossaði upp

í gær Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Útlandalegt við Hagamel

í gær Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

í fyrradag Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

í fyrradag „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

í fyrradag Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

20.3. Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

20.3. Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

19.3. Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

19.3. Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

20.3. Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

20.3. „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

19.3. „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

19.3. Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »