„Ég get ekki fengið fullnægingu“

Konan á erfitt með að fá fullnægingu.
Konan á erfitt með að fá fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ung kona leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa the Guardian, vegna þess hún á í erfiðleikum með að fá fullnægingu.  

Ég er 24 ára og ég get ekki fengið fullnægingu. Mér finnst ég stundum vera nálægt því. Að örva snípinn virðist hjálpa en fæ það samt ekki alveg. Kærastanum mínum líður eins og hann sé ekki nógu góður af því hann getur ekki látið mig fá fullnægingu. Ég er niðurbrotin. Hvað á ég að gera. 

Stephenson Connolly bendir konunni á að margar ef ekki flestar konur fá einungis fullnægingu með beinni snípsörvun. Hún segir henni að hætta að reyna fá fullnægingu bara með leggangasamförum og ráðleggur henni að kenna kærastanum hvað virki fyrir hana. 

Kenndu honum hvernig þú vilt vera snert og reyndu að fá hann til breyta því að reyna fullnægja þér með typpinu og fáðu hann til að nota mun nytsamlegri og þakklátari tækni eins og að örva snípinn handvirkt eða með munni. Hvettu hann fyrir að reyna, vertu þolinmóð yfir byrjendamistökunum og lofaðu hann þegar hann nær því rétt. 

Það er raunverulega þitt verkefni að segja honum frá þínum þörfum frekar en að reyna að passa inn í þá goðsögn að leggangafullnæging sé sú besta. Hún er það ekki, en þú getur líka fundið leiðir til þess að fá hann til að æsa þig meira meðan á samförum stendur með því að örva snípinn aukalega handvirkt, eða þú getur snert sjálfa þig eða notað kynlífsleikföng. Löngun karla í fullnægingu eftir pöntunum er oft byggð á reynsluleysi, lélegri tækni eða feimni vegna þess að þeir vita ekki hvað eigi að gera. Kenndu honum og hann verður þakklátur. 

Ráðgjafinn leggur áherslu á að snípurinn sé örvaður.
Ráðgjafinn leggur áherslu á að snípurinn sé örvaður. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál