Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

Það er mikilvægt að vera með hugann við efnið.
Það er mikilvægt að vera með hugann við efnið. mbl.is/Thinkstocphotos

Píkur eru flóknar, þær eru frábærar en geta líka verið pirrandi. Þegar konur blotna ekki er erfitt að hafa samfarir. Blaðamaður Comspolitan fór á stúfana og spurði kynlífsfræðing og lækna hver væri ástæðan fyrir þurrkinum. 

Hormónarnir eru í rugli

Ein algengasta ástæðan fyrir því að konur blotna ekki er minna magn estrógens í líkamanum. Þetta gerist á breytingaskeiðinu, eftir barnsburð eða á meðan brjóstagjöf stendur. Lyfjameðferðir vegna krabbameins geta líka haft áhrif á þetta.

Þú ert ekki í tengslum við líkama þinn meðan á kynlífi stendur

Kynlífsfræðingurinn bendir á að ef að konur eru ekki með hugann við það að njóta kynlífsins geti það haft áhrif. „Ef þú ert ekki tengd líkama þínum og stundinni sem er að líða ertu ekki að leyfa sjálfri þér að örvast að fullu,“ segir kynlífsfræðingurinn og mælir með núvitund og öndunaræfingum til þess að tengjast líkamanum og njóta augnabliksins. 

Aukaverkanir

Sum lyf geta haft þær aukaverkanir að konur eiga erfitt með að blotna. Þetta geta verið ofnæmis-, kvef- og astmameðul. 

Þér gæti liðið illa vegna kynlífs

Kynlífsfræðingurinn bendir einnig á að ef konur skammist sín fyrir kynlíf eða finni fyrir sektarkennd geti það haft áhrif. Hún leggur áherslu á að konur þurfi að vinna sig í gegnum þetta með því til dæmis að hitta sálfræðing. 

Bólfélaginn er lélegur í rúminu

Ástæða þurrksins þarf ekki að liggja hjá konunni, þær aðstæður geta komið upp að bólfélaginn er einfaldlega ekki nógu góður í því að koma konu til eða það sem hann gerir er ekki að virka fyrir hana. 

Sápan sem þú notar er að stríða þér

Konur geta verið með ofnæmi fyrir sápum, þvottefnum eða öðrum efnum sem geta leynst í nærfötum þeirra eða handklæðum. Sum sleipiefni geta jafnvel gert illt verra. 

Stress

Það getur verið erfitt fyrir konur að komast í gírinn þegar þær eru stressaðar. Ef kona er annars hugar á hún erfitt með að komast í gírinn. 

Er bólfélaginn með réttu taktana?
Er bólfélaginn með réttu taktana? mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál