Bloggar um bólfélagana

Kara Kristel fjallar opinskátt um kynlíf sitt á kristelkara.com.
Kara Kristel fjallar opinskátt um kynlíf sitt á kristelkara.com.

Kara Kristel Ágústsdóttir er 22 ára gamall kynlífsbloggari sem vill opna umræðuna um kynlíf. Sjálf hefur Kara aldrei verið feimin við að tala um kynlíf en upplifir það að margar stelpur þori ekki að ræða það og skammist sín jafnvel fyrir það sem þær eru gera.

Kara er ekki ókunn bloggarabransanum en hún var áður bloggari á Fagurkerar.is. Þar bloggaði hún um förðun, tísku og uppeldi. Hún segist hins vegar ekki vita jafnmikið og hún hafi látið líta úf fyrir um förðun og uppeldi þrátt fyrir að vera förðunarfræðingur og móðir.

Sumarið í ár var hins vegar fjörugt hjá Köru og þaðan kom innblásturinn að kynlífsblogginu. „Ég hugsaði bara, ég er með nóg af efni til þess að fylla svona blogg,“ segir Kara en bætir því við að Sex and the City hafi haft áhrif á hana.

Nákvæmar kynlífslýsingar

„En jæja þá riðum við bara, og nei sko vá! Þvílíku lætin í honum, bara ha! Aldrei í lífinu heyrt eins háværar og miklar kynlífsstunur! EN væntanlega var það því þetta var svo gaman. Þetta var frekar stutt, en það kemur mér ekki á óvart miðað við þessi læti,“ skrifar Kara í einni færslu á blogginu en hún skrifar oft frekar nákvæmar atvikalýsingar. 

Kara segir að fullnæging kvenna gleymist stundum.
Kara segir að fullnæging kvenna gleymist stundum.

Kara segir að allir strákarnir sem hún hafi skrifað um hafi lesið um sjálfa sig á blogginu hennar. Kara segir að hún hafi reyndar ekki verið búin að láta strákinn vita sem fyrsta færslan fjallaði um en þar lýsir hún því þegar hún tók upp kynlífsmyndband. „Hann er greinilega ekki það reiður út í mig af því að hann er alveg búinn að sofa hjá mér eftir það,“ segir Kara sem passar þó að halda öllum nöfnum leynilegum.

Þegar blaðamaður spyr Köru hvort hún hafi orðið vör við að strákar séu meðvitaðir um bloggið hennar eftir að hún byrjaði að blogga segir hún svo vera. „Ég svaf hjá strák í síðustu viku og þegar við vorum komin upp í rúm segir hann að það sé komin frammistöðupressa á hann,“ segir Kara. „Var þetta gott blogg,“ segir Kara að hann hafi sagt þegar þau kláruðu. Það endaði með því að hún henti honum út og fór að skrifa um hann vegna þess að hann bað um það.

Hvað er egglos?

Kara er gagnrýnin á þá kynfræðslu sem hún fékk í skóla. Sjálf varð Kara ólétt 18 ára en hún segist að sjálfsögðu hafa vitað hvernig börnin yrðu til en hún vissi ekki hvað ætti sér stað í líkama kvenna við getnað. „Þegar ég var í grunnskóla og í kynfræðslu þá var ekkert farið í gegnum það. Það var alltaf svona passaðu þig að verða ekki ólétt og notaðu smokkinn,“ segir Kara um kynfræðsluna. „Ég varð ólétt 18 ára án þess að vita hvað egglos væri yfir höfuð. Af hverju átti ég að vita það? Þetta er ekki kennt,“ segir Kara.

„Af hverju skiptir það máli,“ svaraði Kara ólétt þegar læknirinn spurði hana hvenær hún hefði verið á blæðingum síðast. „Ég horfi bara á hann, hvað er egglos?“ segir Kara um það þegar læknirinn byrjaði að tala um egglos, getnað og blæðingar.

Kara gefur ráð

Þegar Kara er spurð út í hvaða ráð hún mundi veita stelpum í kynlífi nefnir hún nokkur atriði. „Að báðir aðilar séu sammála og samtaka. Það skiptir ekki máli hvað þið eruð að gera svo lengi sem að báðir aðilar séu til í það,“ segir Kara.

„Það var einnig ótrúlega algengt hjá mér og vinkonum mínum þegar við vorum yngri að strákar voru ekki að pæla í því hvort við fengjum fullnægingu. Við kunnum kannski ekki sjálfar að biðja um það eða vissum ekki hvernig þeir ættu að veita okkur hana þannig að maður fékk aldrei fullnægingu þegar maður var yngri,“ segir Kara sem leggur áherslu á að konur fái líka fullnægingu.

„Traust skiptir máli. Það skiptir ekki máli hvort þú sért í sambandi eða ekki. Þú þarft samt að treysta manneskjunni,“ segir Kara og bætir við að ekki megi gleyma góðri tónlist.

Kara hyggst í framtíðinni deila pælingum sínum til viðbótar við reynslusögurnar. Þrátt fyrir að bloggsíðan hafi ekki verið til lengi hefur hún náð miklum vinsældum og nú þegar opnað nýjar víddir fyrir Köru. Hún segist til dæmis ekki hafa átt kynlífstæki fyrr en fyrir stuttu. Eftir að hún byrjaði að blogga hafði kynlífsleikfangaverslun samband við hana til þess að gefa henni kynlífstæki sem verslunin að var að byrja selja. „Og ég er búin að vera prufa það og það er mjög gott,“ segir Kara að lokum sem er óhrædd að tala um kynlíf.

Senuþjófar

A post shared by Kara Virgin (@karakristel) on Sep 6, 2017 at 8:59am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál