Heldur ekki reisn í samförum

Það gengur illa að halda standpínunni.
Það gengur illa að halda standpínunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem á erfitt með að halda reisn í kynlífi leitaði til Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég er 42 ára gamall og alltaf verið fljótur að missa standpínu meðan á kynlífi stendur. Ég elska og dýrka kærustuna mína en þetta vandamál hefur fylgt mér nokkurn veginn allt mitt líf. Ég hef farið til heimilislæknis, fór í próf fyrir nokkurn veginn allt og ég er hraustur. Ég get fengið standpínu en um leið og ég fer inn í hana fer hún. 

Ráðgjafinn telur að hugurinn sé að trufla manninn. 

Svona mynstur af standpínubrestum getur byrjað sem getuleysi af og til en verður viðvarandi þegar kvíðinn fyrir því verður öðru yfirsterkari. Svo meðan á kynlífi stendur ertu í stað þess að njóta ástar-, nautna- og unaðstilfinninga kvíðinn fyrir því að standa þig, sem kemur í veg fyrir eðlilega náttúruleg viðbrögð við örvun. 

Hefur þú prófað lyf sem geta hjálpað sálfræðilega og hjálpað við að byggja upp sjálfstraustið? Það getur svo sannarlega verið yfirstíganlega sálfræðileg ástæða fyrir þessu vandamáli. Besta aðferðin á þessu stigi er að hætta strax að reyna halda standpínunni og einbeita þér frekar að því að veita og njóta unaðarins án þess að hafa samfarir. 

Það er mikilvægt fyrir þig að hugsa um kynlíf sem eitthvað afslappandi og nautnafullt í stað þess sem markmiðs eða kvaðar. Taktu þinn tíma til að kanna allt sem þér finnst gott sem þarfnast ekki standpínu og njóttu þess að prófa þig áfram. Snúðu þér bara að samförum þegar sjálfstraustið er komið aftur og meira að segja þá hugsaðu um samfarir sem eitthvað auka í stað aðalatriðsins. 

Ráðgjafinn ráðleggur honum að leggja áherslu á annað en samfarir …
Ráðgjafinn ráðleggur honum að leggja áherslu á annað en samfarir í kynlífinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál