Bestu stellingarnar fyrir þær bakveiku

Trúboðastellingin er ákjósanleg fyrir konur finna til þegar þær fetta …
Trúboðastellingin er ákjósanleg fyrir konur finna til þegar þær fetta sig. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er engin ástæða til þess að sleppa kynlífi þó svo að fólk þjáist af bakverkjum. Það er að minnsta kosti oft hægt að finna stellingar sem hlífa bakinu. Prevention fór yfir hvaða stellingar nýtast þeim bakveiku. 

Doktorsneminn Natalie Sidorkewicz hefur skoðað þetta og sett saman leiðbeiningar fyrir konur með mismunandi bakverki, rannsóknin tók ekki til þeirra stellinga þar sem konan er ofan á. Sidorkewicz skiptir verkjunum upp í þrjá flokka og það fer eftir hvaða hreyfing veldur bakverkjum hvaða stellingar eru ráðlagðar. 

Fyrir konur sem finna fyrir verk þegar þær beygja sig fram er ekki mælt með trúboðastellingunni. Sidorkewicz telur betra fyrir þær konur að stunda kynlíf á hlið eða á fjórum fótum. Mikilvægt er að muna að styðja sig vel með því að setja þunga á hendurnar en ekki olnboga. 

Ráðleggingunum er hins vegar öfugt farið þegar kemur að konum sem fá verki þegar þær fetta bakið. Í þeim tilvikum er líklegt að kynlíf á hlið eða fjórum fótum geri illt verra, hins vegar er trúboðastellingin ákjósanleg. 

Trúboðastellingin með hnén upp í loft er einnig tilvalin fyrir þær konur sem finna til þegar hryggurinn er ekki í sinni náttúrulegu stöðu. 

Þegar hún skoðaði karlmenn kom í ljós að það getur verið gott fyrir þá að prófa nýjar leiðir til þess að bera þungann, það getur til dæmis losað um spennu að liggja á olnbogum. 

Sidorkewicz var með fleiri ráð eins og setja kodda eða upprúllað handklæði undir mjóbakið í trúboðastellingunni eða reyna að halda náttúrulegri fettu á bakinu á fjórum fótum. 

Hægt er að hlífa bakinu í kynlífi.
Hægt er að hlífa bakinu í kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál